Útisetur
Útlit
Útisetur. Samband geðlækninga, bókmennta og siðmenningar er bók um ritdeilu frönsku heimspekinganna Michels Foucaults og Jacques Derrida um gildi sturlunar í menningu Vesturlanda þar sem tekist er á um forsendur vestrænnar skynsemi, tengsl listar og brjálsemi, stöðu geðlækninga og ystu mörk tungumálsins. Ritstjóri bókarinnar er Matthías Viðar Sæmundsson.
Nafn bókarinnar er sótt í Jónsbók en þar er talað um óbótamenn sem líflátnir voru fyrir „fordæðu ok forneskjuskap ok spáfarir allar ok útisetur at vekja tröll upp eðr fremja heiðni“.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Þröstur Helgason, „Að víkka út vitundina“, Morgunblaðið, 87 (52. tbl.) (04.03.1999), blaðsíða 26.