Ófeigur Herröðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ófeigur Herröðarson var landnámsmaður í Ófeigsfirði á Ströndum. Í Landnámabók er sagt frá því að eftir að Haraldur konungur hárfagri lét drepa Herröð hvítaský, göfugan mann í Noregi, hafi synir Herröðar þrír haldið til Íslands og numið land á Ströndum.

Bræðurnir námu firðina fyrir sunnan Dranga: Eyvindur nam Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð, en Ingólfur Ingólfsfjörð.