Ásgeirsverslun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásgeirsverslun
Stofnað 1852
Stofnandi Ásgeir Ásgeirsson
Örlög Hætti rekstri 1918
Staðsetning Ísafjörður
Starfsemi Verslun og útgerð

Ásgeirsverslun var verslun og útgerð með miðstöð á Ísafirði. Fyrirtækið var stærsta verslunarfyrirtæki Íslands á sínum tíma, gerði út mörg mismunandi stór fiskiskip og rak útibú fyrir verslun og fiskmóttöku víða um Vestfirði. Verslunin er kennd við feðga sem báðir hétu Ásgeir. Árni Jónsson faktor var verslunarstjóri 1877 til 1910.[1][2]

Árið 1889 lét fyrirtækið leggja fyrstu símalínu á Íslandi og náði hún frá Faktorshúsinu í Neðstakaupstað upp í verslunarhúsið að Aðalstræti 15.[1] Þremur árum seinna var lagður „málþráður“ milli Ísafjarðar og Hnífsdals.[3]

Árið 1894 keypti Ásgeirsverslun fyrsta stóra millilandaskipið sem var í eigu íslendinga.[1] Það var skipið Ásgeir Ásgeirsson og var það 900 lestir. Skipið sigldi milli ísafjarðar og Evrópu. Það flutti út saltfisk til Spánar og kom til baka með vörur frá Kaupmannahöfn.[4]

Árið 1912 varð Ásgeir yngri brákvaddur í Kaupmannahöfn og árið 1915 lést móðir hans, Sigríður. Þrátt fyrir góðan rekstur ákváðu erfingjar þeirra á fundi í mars 1918 að hætta rekstri verslunarinnar og selja allar eignir hennar. Að lokum keyptu Hinar sameinuðu íslensku verslanir flest allar eignirnar og hætti Ásgeirsverslun formlega starfsemi 30. nóvember árið 1918.[1]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Inga María (27. júní 2002). „Minnast starfsemi mikilvægra frumkvöðla“. Morgunblaðið. Sótt 19. júlí 2022.
  2. „Verslan Ásgeirssonar Ísafyrði“. Byggðasafn Vestfjarða. Sótt 19. júlí 2022.
  3. „Jón Þ. Þór flytur erindi um Ásgeirsverslun“. Bæjarins besta. 27. nóvember 2002. Sótt 25. júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
  4. „Safnvísir Byggðasafns Vestfjarða, Ásgeirsverslun“. Byggðasafn Vestfjarða. Sótt 19. júlí 2022.
  Þessi sögugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.