Ásgarður (Þorgrímsstaðadal)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ásgarður er fornt eyðibýli í Þorgrímsstaðadal í Vatnsnesfjalli í Vestur-Húnavatnssýslu. Þjóðsögur segja að Ásgarður hafi eitt sinn verið kirkjustaður og heil kirkjusókn hafi verið í dalnum en þeir bæir eru komnir í auðn.

Bæjarins er getið í landamerkjalýsingu á milli Tungu og Ásbjarnarstaða 21. nóvember 1485 og er þar sagt að Tjarnarkirkja eigi land fram að Seljagili á móti Ásgarði (sjá Íslenskt fornbréfasafn VI).

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Skrá yfir eyðibýli, -hjáleigur og -sel í Húnaþingi". Árbók hins íslenska fornleifafélags, 44. árgangur 1932“.