Fara í innihald

Árni Þórarinsson (rithöfundur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Árni Þórarinsson 2015.

Árni Þórarinsson (f. 1. ágúst 1950) er íslenskur blaðamaður og rithöfundur sem er þekktastur fyrir kvikmynda- og tónlistargagnrýni sína í Morgunblaðinu og á síðari árum glæpasögur sínar. Árni skrifaði handrit að einum þætti þáttaraðarinnar Pressan sem var sýnd á Stöð 2 vorið 2008.

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1970 og lauk BA prófi í samanburðarbókmenntum frá University of East Anglia í Norwich á Englandi árið 1973.[1]

  • 1994 - Krummi: Hrafns saga Gunnlaugssonar - Viðtalsbók um Hrafn Gunnlaugsson.
  • 1998 - Nóttin hefur þúsund augu - Fyrsta bókin um Einar blaðamann
  • 2000 - Leyndardómar Reykjavíkur 2000 - Meðhöfundur
  • 2000 - Hvíta kanínan - Önnur bókin um Einar blaðamann
  • 2001 - Blátt tungl - Þriðja bókin um Einar blaðamann
  • 2002 - Í upphafi var morðið - Skrifuð með Páli Kristni Pálssyni
  • 2005 - Tími nornarinnar - Fjórða bókin um Einar blaðamann
  • 2006 - Farþeginn - Skrifuð með Páli Kristni Pálssyni
  • 2007 - Dauði trúðsins - Fimmta bókin um Einar blaðamann. Samnefnt útvarpsleikrit eftir Hjálmar Hjálmarsson var flutt í Ríkisútvarpinu sumarið 2008
  • 2008 - Sjöundi sonurinn - Sjötta bókin um Einar blaðamann
  • 2010 - Morgunengill - Sjöunda bókin um Einar blaðamann
  • 2012 - Ár kattarins - Áttunda bókin um Einar blaðamann
  • 2013 - Glæpurinn: Ástarsaga
  • 2016 - 13 dagar[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Bokmenntaborgin.is, „Árni Þórarinsson“ (skoðað 6. febrúar 2021)