Árni Helgason (f. 1777)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Árni Helgason (27. október 1777 – 14. desember 1869) var prestur, kennari og prófastur. Hann kenndi fjölda manna skólalærdóm og margir urðu stúdentar frá honum.

Árni lauk stúdentsprófi frá Hólavallarskóla 1799 og guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla 1807.Hann var svo heimiliskennari í Skálholti og starfsmaður (stipendiarius) Stofnunar Árna Magnússonar og síðar prestur í Vatnsfirði frá 1809. Hann var heimiliskennari á Innra-Hólmi hjá Magnúsi Stephensen konferensráði 18091811 og varð prestur á Reynivöllum í Kjós 1810 og síðan dómkirkjuprestur í Reykjavík 1814 og hann sat þá í Breiðholti. Hann var jafnframt kennari á Bessastöðum 18171819. Árið 1825 varð hann prestur á Görðum á Álftanesi og fékk lausn frá því embætti árið 1858 en átti þar heima til æviloka. Árni var prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 18211856 og hann var settur biskup 21. september 1823 til 14. maí 1825 og aftur 14. júní 1845 til 2. september 1846.Hann varð stiftprófastur að nafnbót 1828 og biskup að nafnbót 1858.

Árni var einn af aðalstofnendum Hins íslenska bókmenntafélags og forseti Reykjavíkurdeildar þess 18161848. Hann var einn af aðalstofnendum Hins íslenska biblíufélags 1816. Hann var ritstjóri Sunnanpóstsins 1836 og 1838. Árni var alþingismaður Reykvíkinga 1845 - 1849.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]