Snið:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Annie Ernaux er franskur rithöfundur og prófessor í bókmenntafræði. Verk hennar eru flest með sjálfsævisögulegu ívafi og áhrifum af félagsfræði. Ernaux hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2022 fyrir „hugrekki og skarpskyggni í skrifum sínum,“ sem „afhjúpa rætur, fráhvörf og fjötra persónulegra minninga.“

Frumraun Annie Ernaux í bókmenntum var bókin Les Armoires vides árið 1974, sem var sjálfsævisöguleg skáldsaga. Árið 1984 hlaut hún Renaudot-verðlaunin fyrir annað verk með sjálfsævisögulegu ívafi, La Place.

Árið 2008 gaf Ernaux út bókina Les Années, þar sem hún skrifaði um tímabilið frá eftirstríðsárunum fram til samtímans. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir bókina og næsta ár hlaut hún Verðlaun franskrar tungu fyrir ævistörf sín.

Eldri greinarTilnefna grein mánaðarins.