Gátt:Úrvalsefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrvalsgátt íslensku Wikipediu
Á úrvalsgáttinni birtist það alfræðiefni sem þykir bera af á íslensku Wikipediu í bland við úrvalsgreinar á öðrum tungumálum og margmiðlunarefni frá Wikimedia Commons.
Uppfærðu síðuna til þess að sjá nýtt efni af handahófi.
Gyllt stjarna
Úrvalsgrein
Íslenskur lager frá Vífilfelli.
Íslenskur lager frá Vífilfelli.

Bjór á Íslandi er framleiddur af fimm íslenskum brugghúsum. Langstærstu framleiðendurnir eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson og Vífilfell. Mest af þeim bjór sem framleiddur er á Íslandi er ljós lagerbjór með 4,5-5,5% áfengismagn. Sala á áfengu öli var bönnuð á Íslandi frá upphafi bannáranna 1915 til 1. mars 1989 sem var kallaður „bjórdagurinn“ eða „B-dagurinn“ og þykir sumum við hæfi að gera sér dagamun þennan dag æ síðan. Íslenska ríkið hefur einkarétt á smásölu áfengis og er salan í höndum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Áfengisgjald sem er lagt á bjór á Íslandi er það langhæsta í Evrópu ef Noregur er undanskilinn.

Öl var helsti áfengi drykkurinn á Íslandi fram eftir öldum og ölhitun hefur þekkst á landinu frá landnámi. Öl var ýmist kallað öl eða mungát. Hluti innihaldsins fyrir ölgerðina, s.s. malt og mjaðarlyng (pors), var gjarnan innfluttur en hugsanlega hafa innlendar jurtir á borð við vallhumal, mjaðjurt og augnfró verið notaðar til að krydda ölið í stað mjaðarlyngs. Þetta óhumlaða öl gat skemmst vegna skjaðaks. Ölgögn til heimabruggunar öls voru til víða og jafnvel sérstök hituhús þar sem bruggunin fór fram. Heimildir eru til um bruggun öls á biskupsstólunum og í klaustrunum. Malt virðist hafa verið álitin nauðsynjavara.

Lesa áfram um bjór á Íslandi...

Blá stjarna
Gæðagrein
Djenné var mikilvægur verslunarstaður. Borgin var stofnuð um 800 og er núna á heimsminjaskrá UNESCO
Djenné var mikilvægur verslunarstaður. Borgin var stofnuð um 800 og er núna á heimsminjaskrá UNESCO

Saharaverslunin var mikilvæg verslunarleið milli Miðjarðarhafslandanna og Vestur-Afríku frá 8. öld fram á þá 16. Saharaeyðimörkin er illfært flæmi sem skilur hagkerfi Miðjarðarhafssvæðisins frá hagkerfi Vestur-Afríku, svo að rétt er að spyrja hvernig slík verslun hefur getað þrifist. Fernand Braudel benti á (í bókinni The Perspective of the World) að slík svæði (eins og t.d. Atlantshafið) eru ferðarinnar virði aðeins í undantekningartilvikum, eða þegar hagnaðurinn er meiri en tapið. En ólíkt Atlantshafinu var Saharaeyðimörkin alla tíð vettvangur viðskipta milli fólks í smærra samhengi.

Verslunin byggðist á úlfaldalestum þar sem notaðir voru drómedarar. Dýrin voru fituð í nokkra mánuði á Magrebsvæðinu eða Sahelsvæðinu áður en lestin var mynduð. Samkvæmt landkönnuðinum Ibn Battuta, sem ferðaðist með úlfaldalest á 14. öld var meðalstærð slíkra lesta um þúsund dýr, en sumar náðu upp í 12.000 dýr.

Lesa áfram um Saharaverslunina...

Grá stjarna
Úrvalsmynd

Skýringarmynd af þeirri tegund eldgosa sem kennd eru við Surtsey.

Græn brotin stjarna
Upprennandi
Allt efni Wikipediu er unnið í sjálfboðavinnu með það markmið að safna samanlagðri þekkingu mannkyns og gera hana eins aðgengilega og hægt er. Á þessari síðu eru bestu dæmin um þetta starf á íslensku Wikipediu en það er mikið verk óunnið og öll hjálp er vel þegin. Ef þú getur hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni þá ættir þú að lesa kynninguna og nýliðanámskeiðið og hefjast svo handa.

Af 58.556 greinum á íslensku Wikipediu komast aðeins örfáar útvaldar í hóp gæða- og úrvalsgreina. Samstarf notenda um að fjölga þessum greinum og hækka hlutfall þeirra fer fram í úrvalsmiðstöðinni.

Tillögur að gæðagreinum: Engin atkvæðagreiðsla í gangibreyta

Tillögur að úrvalsgreinum: Atkvæðagreiðsla í gangibreyta

hnöttur
Alþjóðleg úrvalsgrein
C. sativus blossom with crimson stigmas.
C. sativus blossom with crimson stigmas.

Saffron is a spice derived from the flower of Crocus sativus, commonly known as the saffron crocus. Crocus is a genus in the family Iridaceae. Each saffron crocus grows to 20 - 30 cm and bears up to four flowers, each with three vivid crimson stigmas, which are each the distal end of a carpel. Together with the styles, or stalks that connect the stigmas to their host plant, the dried stigmas are used mainly in various cuisines as a seasoning and colouring agent. Saffron, long among the world's most costly spices by weight, is native to Greece or Southwest Asia and was first cultivated in Greece. As a genetically monomorphic clone, it was slowly propagated throughout much of Eurasia and was later brought to parts of North Africa, North America, and Oceania.

The saffron crocus, unknown in the wild, likely descends from Crocus cartwrightianus, which originated in Crete; C. thomasii and C. pallasii are other possible precursors. The saffron crocus is a triploid| that is "self-incompatible" and male sterile; it undergoes aberrant meiosis and is hence incapable of independent sexual reproduction—all propagation is by vegetative multiplication via manual "divide-and-set" of a starter clone or by interspecific hybridisation. If C. sativus is a mutant form of C. cartwrightianus, then it may have emerged via plant breeding, which would have selected for elongated stigmas, in late Bronze-Age Crete.

Lestu meira um saffron á ensku Wikipediu.

Norðurlönd
Norræn úrvalsgrein
Karta över det svenska språkets utbredning.
Karta över det svenska språkets utbredning.

Svenska är ett östnordiskt språk som talas av över tio miljoner människor, framför allt i Sverige och Finland. I Finland talas det som modersmål framför allt i de finlandssvenska kustområdena och på Åland.

Svenska är i stort sett ömsesidigt begripligt med danska och norska (se särskilt "Klassificering"). De övriga nordiska språken, isländska och färöiska, är mindre ömsesidigt begripliga med svenska, norska och danska. Liksom de övriga nordiska språken härstammar svenskan från en gren av fornnordiska, som är den gemensamma språkstammen för de germanska folken i Skandinavien.

Rikssvenska är, i Sverige, en benämning på den standarddialekt som sedan 1800-talet utvecklats ur mellansvenska dialekter och varit väletablerad sedan början av 1900-talet. I Finland används benämningen rikssvenska också i en vidare betydelse, som motsats till finlandssvenska. Trots att många regionala varianter med rötter i äldre lokala dialekter fortfarande talas är både talspråk och särskilt skriftspråk i hög grad standardiserade.

Lestu meira um sænsku á sænsku Wikipediu.

Púsl
Gáttir
Gáttir eru ein aðferðin til þess að setja efni Wikipediu fram á skipulagðan hátt og auðvelda aðgengi að því. Þær eru eins konar forsíður fyrir sín efnissvið. Góðar gáttir á íslensku Wikipediu eru: