Sparpera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sparpera

Sparpera er flúrljós, orkusparandi ljósapera gerð úr gleri, kvikasilfri og málmum og í ýmsum formum. Sparperan hefur að mestu leyst glóperuna af hólmi síðan að reglugerð um bann við notkun glóperunnar var sett hjá Evrópusambandinu, Ástralíu og í Bandaríkjunum.[1]

Sparpera virkar á sama hátt eins og önnur flúrljós; rafeindir sem bindast við kvikasilfurs atóm eru orkuhlaðin svo þau gefi frá sér útfjólublátt ljós þegar þau ná lægra orkustigi. Þetta útfjólubláa ljós er yfirfært í sýnilegt ljós þegar ljósið fer í gegn um húðun perunar og einnig í hita þegar ljósið fer um önnur efni eins og gler.

Helsti kostur sparperunnar er 80% orkusparnaður miðað við glóperu, hún endist í 6-10 ár og ekki er hætta á íkveikju vegna ofhitnunar. Hún hefur breiðara úrval ljóslita en aðrar perur.[1] Sem dæmi um mögulegan orkusparnað má hugsa sér að ef öll heimili á Íslandi, 110 þúsund talsins, skiptu út tíu 60W glóperum fyrir tíu 11W sparperur, þá væri orkan sem sparaðist um 60 milljón kWst á ári miðað við 2,7 klukkustunda meðalnotkun á dag. Það samsvarar árlegri raforkuframleiðslu 18 Elliðaárvirkjana eða heildarraforkunotkun 13.000 íslenskra heimila yfir árið.[2]

Í september 2009 tók í gildi fyrsti áfangi sölubanns innan ESB á orkufrekum ljósaperum.[3]

Í september 2021, var allur innflutningur, útflutningur og framleiðsla á samþættum sparperum í Evrópusambandinu bannaður og sala þeirra hefur ekki verið heimiluð síðan.[4]

Gerðir[breyta | breyta frumkóða]

Mikil þróun hefur orðið í gerð ljósapera, en um miðja 20. öldina varð flúrljós til, sem er forveri sparperu.[5] Flúrljós aðgreinist frá glóðarperunni á þann hátt að ljósið myndast ekki við hita heldur þegar rafeindir rekast á gassameindir, sem eru undir lágum þrýstingi í ljósgjafanum.

Til eru tvær gerðir sparpera, samþættar og ósamþættar perur, þar sem CFL-i stendur fyrir samþættingu og CFL-ni fyrir ósamþættar. Samþættar perur sameina rör og straumfestu. Þessar perur gera viðskiptavinum kleift að skipta glóperum út fyrir sparperur. Samþættar perur virka í mörgum tilfellum í rými sem voru hannaðar fyrir glóperur.

Ósamþættar perur hafa straumfestuna við tengið og vanalega er aðeins skipt úr flúrperunni við lok líftímans. Þar sem straumfestan er við tengið þá eru þær stærri og endast lengur en samþættar perur og þurfa ekki að vera skipt út við lok líftíma.

Eiginleikar[breyta | breyta frumkóða]

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að fá margar tegundir sparpera, bæði að lögun, ljósstyrk og lit[6] bæði til innan- og utanhúss notkunar.[7]

Dæmi um mismunandi gerðir sparpera:

  • Tveggja glasa perur (e. twin tube lamps) eru perur með tveimur samhliða ljósarörum. Þær henta vel í lampa, loftljós og veggljós.
  • Fjögurra glasa perur (e. quad tube lamps) gefa svipaða birtu, en eru helmingi styttri en tveggja glasa perurnar og henta vel í smærri lampa.
  • Þriggja glasa perur (e. triple biax lamps) eru mjög stuttar perur sem gefa frá sér mikið ljósmagn og eru hentugar í lýsingar í innréttingum.
  • Spíralperur (e. spiral lamps) eru spírallaga perur sem gefa frá sér mikið ljósmagn og eru vinsælustu sparperurnar.
  • F perur (e. F lamps) draga nafn sitt af því að þær líkjast stafnum F í lögun og henta vel í borðlampa og lesljós.
  • Hringlaga perur (e. circular lamps) draga nafn sitt af því að þær eru hringlaga og gefa þær mikla birtu og henta vel í lesljós og aðra lampa sem hringlaga perur passa í.[8]

Líftími[breyta | breyta frumkóða]

Gæði sparpera eru mismunandi góð og geta farið eftir því hvar þær eru framleiddar. Norsk könnun sem gerð var árið 2007 sýndi að hægt var að fá góðar sparperur sem entust 15-16.000 klst. og einnig slæmar, sem bæði entust í styttri tíma, lýstu illa og innihéldu allt að 10 mg af kvikasilfri sem eru 5 mg umfram reglugerð.[9] Líftími perunnar fer eftir mörgum þáttum, rafmagnsnotkun, galla við framleiðslu, yfirspennu í rafkerfi, höggum, fjölda skipta sem slökkt er á og kveikt er á perunni og hitastig rýmis ásamt öðrum þáttum.[10]

Kostir og gallar[breyta | breyta frumkóða]

Kostir[breyta | breyta frumkóða]

  • Orkusparnaður er allt að 80% miðað við glóperur[1]
  • Hætta á íkveikju vegna ofhitnunar er engin[1]
  • Gefur fjölbreyttara úrval ljóslita[1]
  • Lægri CO2 mengun[11]
  • Lítið viðhald[11]
  • 6-20 sinnum lengri endingartími, miðað við glóperur[11]
  • Mikil fjölbreytni í lögun[11]

Gallar[breyta | breyta frumkóða]

  • Innihalda kvikasilfur[1]
  • Missa birtueiginleika með árunum[1]
  • Skila ekki réttum lit á hlutum[1]
  • Sparperur eru smástund að ná fullum ljósstyrk[12]

Heilsufars og umhverfisáhrif[breyta | breyta frumkóða]

Hitaáhrif[breyta | breyta frumkóða]

Við aðstæður þar sem loftkælingar er þörf til dæmis í heitu loftslagi og víða í ýmsum byggingum, veldur notkun á sparperum minna álagi á kælikerfi, þar sem perurnar gefa frá sér lítinn hita og sparar þar með orku. Hins vegar þar sem þörf er á hitun, eykur notkun á sparperum orkuþörfina fyrir hitakerfið.[13]

Endurvinnsla[breyta | breyta frumkóða]

Kvikasilfur er mjög slæmt fyrir umhverfið og brotnar mjög hægt niður. Reglugerð ESB segir að kvikasilfursmagn í sparperu megi vera að hámarki 5 mg. Nauðsynlegt er að meðhöndla sparperur á réttan hátt þegar þeim er fargað. Við endurvinnslu þarf að aðskilja kvikasilfur frá gleri og málmum og koma þannig í veg fyrir að kvikasilfur berist út í jarðveg og grunnvatn. Glersallinn er urðaður og málmarnir endurunnir en kvikasilfrið er sent til sérstakrar meðhöndlunar í Danmörku.[1]

Sparpera brotin[breyta | breyta frumkóða]

Eftirfarandi þarf að hafa í huga ef sparpera brotnar. Forðast skal að anda að sér kvikasilfursögnum sem losna út í umhverfið og skal opna glugga. Hreinsa brotin upp með pappaspjaldi eða blautum eldhúspappír, setja brotin í loftþétt ílát og skila síðan sem spilliefni á enduvinnslu- eða móttökustöð. [14]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 Glóperur bannaðar Geymt 7 febrúar 2012 í Wayback Machine, skoðað 16. mars 2011
  2. „Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?“. Vísindavefurinn. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. mars 2011. Sótt 17. mars 2011.
  3. Fréttir, skoðað 17. mars 2011
  4. „ecodesign requirements for light sources and separate control gears“. eur-lex.europa.eu. Sótt 30. júní 2023.
  5. Perugerðir Geymt 2 janúar 2011 í Wayback Machine, skoðað 16. mars 2011
  6. Glóperur víkja fyrir sparperum Geymt 4 febrúar 2012 í Wayback Machine, skoðað 18. mars 2011
  7. Fluorecent lighting Geymt 25 júlí 2010 í Wayback Machine, skoðað 26. mars 2011
  8. CFLs - What are the Different types of Compact Fluorescent Lights Geymt 17 ágúst 2011 í Wayback Machine, skoðað 30. mars 2011
  9. http://www.sesseljuhus.is/PrentaFrett.asp?aID=685[óvirkur tengill], skoðað 18. mars 2011
  10. Damir, B (2012). „Longevity of light bulbs and how to make them last longer“. RobAid. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. ágúst 2015. Sótt 4. janúar 2013.
  11. 11,0 11,1 11,2 11,3 http://www.idnadarraduneyti.is/media/frettir/PERUR_Arnar_Thor_Hafthorsson_11.nov_2010.pdf.pdf Geymt 9 júlí 2023 í Wayback Machine, skoðað 18. mars 2011
  12. Sparperur - Mars 2004 Geymt 7 febrúar 2012 í Wayback Machine, skoðað 18. mars 2011
  13. Efficient lighting equals higher heat bills: study, skoðað 26. mars 2011
  14. Rafmagnsvörur Geymt 1 apríl 2011 í Wayback Machine, skoðað 26. mars 2011

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]