Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 9

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Simpson-fjölskyldan, þáttaröð 9 var upphaflega sýnd í Bandaríkjunum á tímabilinu september 1997 til maí 1998. Fyrsti þátturinn hét The City of New York vs. Homer Simpson og var sýndur 21. september 1997. Mike Scully var þáttastjórnandi.[1] Þáttaröðin vann þrenn Emmy-verðlaun: Þátturinn Trash of the Titans fyrir framúrskarandi teiknimyndaþátt,[2] Hank Azarian fyrir talsetningu persónunnar Apu[3] og Alf Clausen og Ken Keeler unnu fyrir tónlist og texta.[4]

Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Trash of the Titans[breyta | breyta frumkóða]

Trash of the Titans er 22. þáttur níundu seríu og er í senn tvöhundruðasti þáttur Simpson-seríunnar og gestaleikaranna vantar ekki og er þetta einn af betri þáttunum frá stjórnatíð Mike Scully.

Stórverslunin Costington's er að reyna finna leið til að græða á sumrinu og búa til uppgerðarhátíðardag sem kallast Ástardagur. Simpson-fjölskyldan heldur auðvitað upp á daginn og kaupir gjafir handa hvort öðru og Ástardagsskraut. Eftir að hafa tekið til skrautið, neitar Hómer, sem fyllti ruslatunnuna, að fara út með ruslið og býr til þá reglu að sá sem hellir úr tunnuni fer út með ruslið. Næsta dag gengur Hómer á ruslatunnuna og neyðist til að fara út með ruslið. En Hómer nær ekki öskubílnum í tæka tíð og bölvar á öskukallanna og móðgar þá. Þeir heyra þetta og neita hér með að taka ruslið hjá Simpson-fjölskyldunni. Hómer er svo þrjóskur að byðjast ekki afsökunnar að hann lætur ruslið hrúgast upp fyrir utan húsið. Hómer og Bart skemmta sér konunglega (þeir pirra Flanders með ruslinu), en Marge og Lísa eru ósáttar. Einn daginn vaknar Hómer og sér að ruslið er farið og telur sig hafa unnið öskukallanna en Marge segir honum að hún skrifaði afsökunar beiðni í nafni Hómers. Hómer er hneykslaður og fer til Rays Patterson, sorphirsluforstjóra Springfield, og heimtar afsökunarbeiðni sína tilbaka. Patterson reynir að meðhöndla málið með jákvæðu viðhorfi en Hómer er bara dónalegur og ákveður að gerast sorphirsluforstjóraframbjóðandi. Kosningabarátta Hómers gengur illa og ákveður að ná til yngri markhópsins með því að brjótast inn á U2-tónleika en er hent út. Eftir að hafa talað við Moe, finnur Hómer slagorð kosningabaráttu sinnar: "Getur ekki einhver annar gert það?" Kjósendurnur hyllast af slagorðinu og loforðum Hómers um öskukalla sem munu hreinsa allt. hómer er kosinn og byrjar sjá fyrir sér ferilinn í skopstælilagi af The Candyman sem kallas The Garbageman Can(Öskukallinn getur það). En Hómer eyðir öllum peningunum sínum á einum mánuði. Til þess að leysa vandann ákveður hann að taka við rusli frá öðrum borgum og troða því í yfirgefna námu, rétt fyrir utan Springfield. Hómer getur loks borgað öskuköllunum og borgin verður gljáandi hrein, en náman, sem Hómer treður ruslinu í, fyllist og ruslið gýs úr holræsum Springfield. Hómer er rekinn sem sorphirsluforstjóri og Ray Patterson er fenginn aftur. Patterson segir að þau ættu bara koma sér vandamálinu sjálf og fer. Quimby bæjarstjóri leggur til að þau nýti sér áætlun B: að flytja helstu hús bæjarins nokkra kílómetra til mynda Springfield annars staðar. Síðan horfir indjánaflokkur syrgjandi yfir því sem Hómer gerði við gömlu Sprngfield. Þátturinn endar í flugvél þar sem U2 eru að tala saman. Adam montar sig af 9. skeiðinni sinni í skeiðasafnið sitt. Bono tekur skeiðina og kastar í Hr. Burns sem situr fyrir aftan hann.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gimple, Scott (1999). The Simpsons Forever!: A Complete Guide to Our Favorite Family ...Continued. Harper Collins Publishers. ISBN 0-06-098763-4.
  2. „1997-1998 Emmy Awards“. infoplease.com. Sótt 25. september 2006.
  3. „1997-1998 Emmy Awards“. emmy.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2009. Sótt 25. september 2006.
  4. „Every show, every winner, every nominee“. The Envelope. Sótt 25. september 2006.