Fara í innihald

Ármann á Alþingi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ármann á Alþingi var baráttu-, menningar- og þjóðmálarit sem gefið var út af Baldvin Einarssyni og Séra Þorgeiri Guðmundssyni í sjálfstæðisbaráttu Íslands. Útgáfan hófst 1830. Tímaritið var gefið út í Danmörku og var efnið oft í formi samtala á milli ólíkra stétta. Yfirlýst markmið útgefenda var m.a. að endurreisa Alþingi Íslendinga.

Í fyrsta hefti Fjölnis, sem kom út árið 1835, skrifar Tómas Sæmundsson ávarp til lesanda og þjóðarinnar. Þar minnist hann á Landsuppfræðingarfélagið, sem gaf út nokkur tímarit, og viðhefur frekar jákvæð orð um starf þess. Síðan minnist hann einnig á tímaritið Ármann á Alþingi, og talar um fórnfýsi Baldvins Einarssonar. Hann segir m.a.:

Auk þeirra tímarita, sem nú eru talin, hafa ekki enn komið út nema eitt ársrit. Það var Ármann á alþingi, sem einkanlega átti að vera búskaparrit, en þaraðauki ætlaður til að vekja andann í þjóðinni, og minna hana á, að meta sig réttilega. Það mundi líka hafa heppnast, hefði sá lifað sem mestan átti þátt í bókinni; því hann var svo gagntekinn af ást á sinni fósturjörðu, og bar hana fram í svo einfaldri mælsku, að Önundur – hvað þá aðrir – hefðu með tímanum orðið að sætta sig við hann. Nú er Ármann lagstur í dá, svo við í fyrra vissum ekki vonir annara rita en Skírnis, sem er tómt fréttablað, einsog fyrr er ávikið. [1]

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ávarp. Fjölnir. (02.01.1835), Blaðsíða 7
teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.