Vistfræðileg hagfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vistfræðileg hagfræði (e. ecological economics) er sambland af vistfræði og hagfræði, auk þess sem hún felur í sér sálfræði, mannfræði, fornleifafræði og sögu. Innan greinarinnar er skoðað hvernig mannfólkið hefur umgengist umhverfi sitt hingað til og hvernig þessari umgengni eigi að vera háttað í framtíðinni, þess vegna er hún nokkurs konar hagfræði sjálfbærrar þróunar[1].

Saga og þróun[breyta | breyta frumkóða]

Með þeim fyrstu til að tjá áhuga fyrir vistfræði og hagfræði í ritum sínum voru þeir K. William Kapp og Karl Polanyi á fimmta áratug nítjándu aldar og svo á þeim sjötta í ritum Kenneth Boulding og Herman Daly. Var það samt sem áður ekki fyrr en í kringum 1980 sem að skipulagðar ráðstefnur nútíma vistfræðilegra hagfræðinga áttu sér stað. Sú fyrsta af þessu tagi var haldin í Svíþjóð árið 1982. Árið 1987 gaf Juan Martinez-Alier Geymt 27 desember 2016 í Wayback Machine svo út bókina Ecological Economics, tveimur árum seinna, 1989, voru stofnuð samtökin International society for ecological economics og hófu þau útgáfu tímaritsins Ecological economics [2].

Það getur verið erfitt að greina muninn á milli vistfræðilegrar hagfræði og umhverfishagfræði. Í grófum dráttum má segja að umhverfishagfræðin notist við almenna, nýklassíska aðferðafræði (e.neo-classical) á meðan vistfræðileg hagfræði hafnar þeirri nálgun og bætir við víðtækari félagshagfræðilegri nálgun við greiningar.

Umhverfishagfræðin notast við fræðilegan ramma og þekktar hagrænar aðferðir til að greina vandamál og meta meðal annars hagræn áhrif vegna loftslagsbreytinga.

Vistfræðileg hagfræði reynir að takast á við flókin málefni eins og aðferðir til að breyta hagkerfinu í því skyni að ná fram sjálfbærni eða breytingum á neysluhegðun almennings. Reynir hún einnig að taka með í greiningar sínar félagslegar og efnahagslegar aðgerðir[3].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. What is ecological economics. Skoðað 23. mars 2015
  2. Early History of Ecological Economics and ISEE. Skoðað 15. apríl 2015
  3. Ecological vs. Environmental economics Geymt 17 september 2015 í Wayback Machine. Skoðað 15. apríl 2015