Fara í innihald

UCSC Genome Browser

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

UCSC Genome Browser er vefsíða sem samþættir DNA raðir úr raðgreindum erfðamengjum hryggdýra og lífupplýsingar úr ýmsum áttum. Hún var sett upp og er viðhaldið af Genome Bioinformatics Group, samstarfsverkefni tveggja deilda innan Kaliforníuháskóla í Santa Cruz. Með þessari vefsíðu er hægt að skoða gögn úr mörgum erfðamengjum, þar sem hægt er að skoða þekkt gen, spá fyrir genum, SNP og fjöl-tegunda greiningu ásamt mörgu öðru. UCSC genome browser þjónar svipuðu hlutverki og ENSEMBL.