Green Bay Packers

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá The Green Bay Packers)

Green Bay Packers er lið í amerískum fótbolta frá Green Bay, Wisconsin. Liðið leikur í NFC Norður deild NFL.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Liðið er þriðja elsta lið NFL og var stofnað árið 1919.

Íþróttaleikvellir[breyta | breyta frumkóða]

Hagemeister Park (1921 og 1922) og Bellevue Park (1923 og 1924) voru fyrstu leikvellir liðsins. Liðið spilaði í City Stadium (1925 til 1956) en spilaði suma leiki í Milwaukee á þessum tíma að auki.

Lambeau Field hefur verið heimavöllur liðsins frá árinu 1957. Völlurinn er kenndur við Curly Lambeau (f. 1898 - d.1956) sem var leikmaður (1919 -1929) og þjálfari (1920-1949) liðsins.

Lambeau íþróttaleikvöllur er einn þekktasti völlur NFL.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.