Staðará (Steingrímsfirði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Staðará í Steingrímsfirði er á í Strandasýslu á Vestfjörðum. Hún rennur frá Steingrímsfjarðarheiði í gegnum Staðardal og út í Steingrímsfjörð.

Staðará er dragá og í hana renna Aratunguá og Þverá. Hólasunnudalsá og Farmannsdalsá sameinast í Þverá í Farmannsdal. Í Staðará veiðist lax og bleikja. Veiðifélag Staðarár hefur verið starfandi frá 1974 og er stjórn félagsins skipuð landeigendum.[1]

Veiðitölur[breyta | breyta frumkóða]

ÁrLaxarBleikjurSjóbirtingarAthugasemdir
1974 44
1975 100
1976 108
1977 124
1978 101
1979 95
1980 72
1981 46
1982 41
1983 26
1984 25
1985 28
1986 64
1987 40 584
1988 71 35
1989 62 13
1990 118 183
1991 82 385 1
1992 169 265
1993 43 254
1994 26 163
1995 101 201
1996 57 92
1997 45 164
1998 29 288
1999 6 76 Gljúfur lokuð
2000 14 297 Gljúfur lokuð
2001 41 281 Gljúfur lokuð
2002 82 78 Einungis fluguveiði leyfð
2003 64 550 Einungis fluguveiði leyfð
2004 Einungis fluguveiði leyfð
2005 95 107 Einungis fluguveiði leyfð
2006 100 34 Einungis fluguveiði leyfð
2007 46 44 Einungis fluguveiði leyfð
2008 109 234 Einungis fluguveiði leyfð
2009 113 72 Einungis fluguveiði leyfð
2010 Einungis fluguveiði leyfð
2011 Einungis fluguveiði leyfð
2012 Einungis fluguveiði leyfð
2013 Einungis fluguveiði leyfð
2014 Einungis fluguveiði leyfð

Veiðileyfi[breyta | breyta frumkóða]

Veiðileyfum í Staðará er úthlutað til landeigenda við ánna. Landeigendur selja svo ýmist leyfin eða nota þau sjálfir. Veiðileyfaeigendur geta látið Upplýsingamiðstöðina vita af veiðileyfum sem eru til sölu eða látið Upplýsingamiðstöðina fá upplýsingar um aðila sem hafa má samband við til að spyrja um veiðileyfi til sölu.

Æskilegt er að laxi sé sleppt og sér í lagi stærri laxi. Með stærri laxi er átt við hrygnur þyngri en 3,5 kg. og hænga þyngri en 4 kg. Með þessu á að stuðla að uppbyggingu laxastofns Staðarár, minnka sveiflur í veiði og auka hlutfall stærri laxa í Staðará.

Veiðitímabilið skiptist í tvennt. Frá 8. júlí til 31. ágúst má veiða í allri ánni og drepa má lax sem veiðist. Hámarksafli á dag eru þrír laxar. Frá og með 1. september má bara veiða upp að Þverá og öllum laxi skal sleppt. Á báðum tímabilunum má einungis veiða á flugu.

Veitt er með 2 stöngum og skiptist áin í efra og neðra svæði. Veiðimenn veiða hálfan dag á hvoru svæðinu fyrir sig. Sá sem til dæmis veiðir á neðra svæðinu fyrir hádegi veiðir á efra svæðinu eftir hádegi. Til 1. september nær neðra svæðið frá ósi til og með Hýshyl í landi Hóla (neðan við Hólaskilti við veginn). Eftir 1. september er skipting svæðisins frá ósi að Þverá samkvæmt samkomulagi á milli veiðimanna.

Eigendur[breyta | breyta frumkóða]

Jarðir í Staðardal sem eiga Staðará sameiginlega eru

  • Kleppustaðir
  • Kirkjuból
  • Aratunga
  • Hólar
  • Víðivellir
  • Staður
  • Hrófberg
  • Stakkanes

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Staðará í Steingrímsfirði“. Sótt 19. júlí 2007.
  • „Veiðimálastofnun, veiðitölur“. Sótt 26. júlí 2014.
  1. Um stofnun félagsins sjá „Veiðimálastjóri“. Sótt 19. júlí 2007..