Fara í innihald

Silfurskotta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Silfurskottur)
Silfurskotta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Kögurskottur (Thysanura)
Ætt: Lepismatidae
Ættkvísl: Lepisma
Tegund:
Silfurskotta

Tvínefni
Lepisma saccharina
Linnaeus, 1758

Silfurskotta (fræðiheiti: Lepisma saccharina) er skordýr af kögurskottuættbálki. Tegundin er sú eina í Lepisma ættkvíslinni. Almennt er litið á silfurskottur sem meindýr þó þær hafi engin áhrif á heilsu manna og skemmdirnar sem þær valdi á híbýlum þeirra séu hverfandi. Fullvaxnar silfurskottur eru á milli 7–12 mm langar og er nafn þeirra dregið af silfurgráum litnum.


Líffærafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Silfurskottur eru lítil, ljósfælin, ófleyg skordýr sem eru meðal manna þekktasta tegund kögurskottna ættbálksins, þau nærast einkum á plöntuafurðum, kolvetnum, sykri og sterkju og eru nú algengastar í híbýlum manna, en lifðu áður fyrr í laufhrúgum, trjáberki eða í litlum rifum.