Sæmundur Hólm
Útlit
Sæmundur Magnússon Hólm (1749 – 1821) var prestur og skáld og fræðimaður. Hann var prestur á Helgafelli í Helgafellssveit árin 1789-1819. Hann skrifaði mikið um náttúru Íslands, m.a. um Skaftárelda og var drátthagur maður, gerði kort af landi og myndir af samtíðarmönnum. Bjarni Thorarensen orti fræg eftirmæli um Sæmund en í þeim eru meðal annarra þessar ljóðlínur:
- Því var Sæmundur
- á sinni jarðreisu
- oft í urð hrakinn
- út úr götu,
- að hann batt eigi
- bagga sína
- sömu hnútum
- og samferðamenn.
Prófessor Halldór Hermansson skrifaði grein í Islandica árið 1943. Þar telur hann Sæmund vera fyrsta eiginlega myndgerðarmann Íslendinga. Myndir eftir hann er finna í ferðabókum Eggerts Ólafssonar og Ólafs Olivíusar.
Ritaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- Om jordbranden paa Island i aaret 1783