Sumareik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Quercus robur)
Sumareik
Quercus robur
Laufblöð og akarn (takið eftir löngum stilk akarns).
Laufblöð og akarn (takið eftir löngum stilk akarns).
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Quercus
Geiri: Quercus
Tegund:
Q. robur

Tvínefni
Quercus robur
L.
Quercus robur dreifing
Quercus robur dreifing

Sumareik (fræðiheiti Quercus robur) er eikartegund sem upprunnin er í Evrópu, Kákasus og í Anatólíu. Latneska heitið robur þýðir harður viður. Sumareik er náskylt annarri eikartegund vetrareik (Quercus petraea) og vex á sömu svæðum. Sumareik þekkist frá vetrareik á því að laufin hafa mjög stuttan stilk 3-8 mm langan. Einnig er akarn sumareikur öðruvísi en akarn vetrareikur. Sumareik og vetrareik blandast oft og er blendingur þeirra þekktur sem Quercus × rosacea.

Sumareik er stórt lauffallandi tré með gildan stofn og verður ummál stofnsins frá 4 m til 12 m. Stærsta tréð í Bretlandi er The Majesty Oak með ummál 12,2 m og fræg eik, Kaive eikin í Lettlandi er 10,2 m. Laufblöð sumareikur eru með mjög stuttum stilk og 7 -14 sm löng. Tréð blómgast á miðju vori og ávöxturinn akarnið þroskast um haustið. Akarnin eru 2 - 2,5 sm löng og eru á 3-7 sm akarnstilki með einu til fjórum akörnum á hverjum.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Lítil reynsla er af tegundinni á Íslandi en finna má nokkurra metra há tré, það hæsta á níunda metra [1]. Hægur vöxtur og haustkal eru helstu hindranir. [2].

Í tilefni 50 ára afmælis rannsóknarstöðvarinnar að Mógilsá var gróðursettur eikarskógur þar í nágrenni sumarið 2017.[3]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Heiðmörk.is - Quercus robur

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ræktar þú eik á Íslandi? Garðurinn, sótt 29. okt. 2022
  2. Eik Skógræktin. Sótt 5.9 2021
  3. Fyrsti eikarskógurinn á Íslandi: Eikur af þýskum uppruna gróðursettar á afmælishátíð Mógilsár á sunnudag[óvirkur tengill] Skogur.is, skoðað 3. sept, 2017.