Fara í innihald

Pilot (How I Met Your Mother)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Pilot er fyrsti þátturinn í 1. þáttaröðinni af sjónvarpsþættinum How I Met Your Mother. Hann var frumsýndur 19. september 2005. Næsti þáttur er "Purple Giraffe".

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn (og þáttaröðin) byrjar þegar eldri Ted byrjar að útskýra fyrir börnunum sínum söguna af því hvernig hann hitti móður þeirra. Sagan byrjar árið 2005, með því að Marshall biður Lily um að giftast sér, sem hvetur Ted til þess að byrja að leita að sálufélaga sínum. Á MacLaren's, ásamt Barney, hittir Ted sjónvarpsfréttakonuna Robin, og verður hann strax hrifinn af henni. Eftir að hafa talað við hana og eftir gott stefnumót með henni, sem inniheldur m.a. það að Robin er kölluð út fyrir sérstakan fréttatíma, ákveður Ted að kýla á það. Hann stelur bláu frönsku horni af veitingastaðnum sem þau höfðu farið á stefnumótið á, og heldur í áttina að íbúð Robin. Allt gengur að óskum þangað til hann segir Robin að hann elski hana, sem eyðileggur allan þann séns sem hann hafði. Eftir að hafa kvatt hana og eftir að hafa hugsað um það hvort hann hafi misskilið merkið (missir af því í annað skipti að geta kysst hana), og þegar við snúum aftur til eldri Ted segir hann börnunum sínum að þetta sé hvernig hann hitti ... Robin frænku þeirra.

Á meðan eru Marshall og Lily hamingjusamlega trúlofuð, þrátt fyrir að trúlofunin byrji illa þegar Marshall skýtur óvart korktappanum úr kampavínsflöskunni í augað á henni.

  • Vinkona Robin sem hafði nýlega verið sagt upp birtist aftur í þættinum "Zip, Zip, Zip", aftur nýlega sagt upp.
  • Ted talar um að þurfa að taka stökkið (e. the leap).

Blogg Barneys

[breyta | breyta frumkóða]
  • Barney segir Ted að það að hann hafi farið í jakkaföt fari í bloggið hans; það er í fyrsta skipti sem minnst er á bloggið. Í sömu færslu talar hann um nýja ást sína á líbönskum stelpum.

Áframhaldandi hlutir kynntir til sögunnar í þessum þætti

[breyta | breyta frumkóða]
  • Bláa franska hornið, sem kemur aftur til sögunnar þegar Ted kemur óvænt með heila bláa strengjahljómsveit í íbúð Robin í "Come On".
  • Ranjit, leigubílstjórinn, sem seinna keyrir glæsivagn á gamlárskvöld. Ranjit er einn af nokkrum leigubílstjórum sem Barney les nafnið hjá á skírteininu þeirra.
  • Marshall að leika vélmennið.
  • Setning Barneys, Suit Up!, sem hefur oft verið notuð í seinni þáttum.
  • Leikurinn, Hefurðu hitt Ted? sem er oft notaður af Barney til þess að kynna Ted fyrir konum, og seinna notað fyrir aðrar persónur (Robin, Marshall og Barney).
  • Barney að krefjast þess að hann sé besti vinur Teds.
  • Dibs-Marshall, þar sem Marhall pantar kex og seinna búðing og hann, Lily og Barney hrópa no dibs (e. engar pantanir) þegar það á að þrífa upp eftir að Ted hefur ælt.
  • Barney að brjóta upp orð með því að segja bíddu eftir því (e. wait for it) á milli atkvæða.
  • Frasi Barneys, "What Up".
  • Ást Barneys á laser-tag
  • Ted að halda um hjartað eins og honum líði illa.