Orrustan við Verdun
Útlit
Orrustan við Verdun var sú lengsta í fyrri heimstyrjöldinni. Hún hófst í febrúar 1916, og endaði ekki fyrir en í desember sama ár. Mannfallið við Verdun var gífurlega hátt og hjó djúpt skarð í franska herinn. Það varð til þess að Bretar hófu orrustuna við Somme í júlí 1916 til að létta á þeim mikla þrýsting sem Franski herinn var undir.[1] Aldrei fyrr í mannkynsögunni höfðu svo margir menn barist yfir svo smáu svæði. Rúmlega árs löng orrustan kostaði um 700.000 dauða, særða og týnda menn frá báðum þjóðum, á vígvelli ekki mikið stærri en 10 ferkílómetrar.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ "The Battle of Verdun", The History Learning Site, Sótt 12. Febrúar 2016.
- ↑ "The Battle of Verdun 1916 - the greatest battle ever", De Eerste Wereldoorlog 1914 - 1918, Sótt 13. Febrúar 2016.