UK Singles Chart

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Official Singles Chart)

UK Singles Chart (einnig Official Singles Chart og Official UK Top 40) er listi yfir vinsælustu smáskífurnar í Bretlandi.[1] Hann er tekinn saman af Official Charts Company (OCC) og byggir á gögnum um sölur, niðurhal, og streymi. Til að komast á listann má smáskífan ekki vera lengri en 15 mínútur og þarf að kosta að minnsta kosti 40 penní.[2]

Listinn var fyrst tekinn saman árið 1952 og hafa í kringum 1200 smáskífur komist á topp listans frá og með júlí 2012 samkvæmt tölulegum gögnum OCC. Fyrsta lagið sem komst í fyrsta sæti var „Here in My Heart“ eftir Al Martino.[3]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Official Singles Chart Top 100 | Official Charts Company“. Officialcharts.com. Sótt 31. mars 2021.
  2. „Rules For Chart Eligibility: Singles“ (PDF). London: Official Charts Company. apríl 2013. bls. 4. Sótt 1. júní 2015.
  3. Smith, Alan. „50s & 60s UK Charts – The Truth!“. Dave McAleer's website. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2011. Sótt 4. nóvember 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.