Fara í innihald

Hraunavinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hraunavinir eru umhverfissamtök í Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði.

Þau stóðu fyrir mótmælum við Gálgahraun í Garðabæ þann 21. október árið 2013 og mótmæltu lagningu tilfærslu á Álftanesvegi sem var verið að færa í gegnum Gálgahraun. Þrátt fyrir mótmælin, þá fór svo að framkvæmdum var lokið og lagning vegarins var gerð eins og skipulag gerði ráð fyrir.

Mótmæli 2013

[breyta | breyta frumkóða]

Formáli mótmælanna

[breyta | breyta frumkóða]

Alþingi samþykkti lagningu nýs Álftanesvegar með samgönguáætlun og var ráðgert að framkvæmdir stæðu yfir árin 2012 til 2014. Nýtt vegarstæði hafði verið ákveðið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins Garðabæjar. Íbúar á Álftanesi höfðu lengi kallað eftir vegaúrbótum þar sem gamli vegurinn var talinn hættulegur vegna gatnamóta og blindhæðar. Jafnframt því hefur íbúafjöldi á Álftanesi aukist verulega síðan 2000 með tilkomu nýbygginga á miðsvæði Álftaness.

Hraunavinir höfðu staðið fyrir friðsömum mótmælum allt frá byrjun lagningar vegarins og jafnframt reynt að hafa áhrif á framkvæmdina með því að leita til þáverandi Innanríkisráðherra Ögmunar Jónassonar um að láta framkvæma nýtt umhverfismat.[1]

Ástæður fyrir mótmælum

[breyta | breyta frumkóða]

Hraunavinir vildu meina að ekki hafi verið tekið nægjanlega tillit til umhverfissjónarmiða við gerð aðalskipulags og því ætti að endurskoða lagningu vegarins. Jafnframt var Gálgahraun, Garðabæ, friðlýst sem friðland í stjórnartíðindum B.nr. 877/2009.[2] og því ætti að vanda vinnubrögð við framkvæmdina og endurskoða hana. Hraunavinir og önnur náttúruverndarsamtök á Íslandi vildu meina að Gálgahraun væri náttúruperla með fjölskrúðugt dýralíf og mannvistarleyfar. Gálgahraun væri líka opið náttúrusvæði sem hefði mikið gildi innan stórreykjavíkursvæðisins. Gildi þannig svæða færi vaxandi jafnhliða fólksfjölgun og þéttingu byggðar.

Hraunvinir höfðu farið fram á lögbann á framkvæmdina og fór það mál fyrir Hæstarétt Íslands. Hæstiréttur féllst ekki á þessi sjónarmið með dómi sem var kveðinn þann 21.nóvember 2013.[3]

Hápunktur mótmælanna

[breyta | breyta frumkóða]

Hraunavinir stóðu fyrir mótmælum allt frá því að framkvæmdir hófust. Mótmælin ágerðust eftir því sem vegavinnan færðist nær sjálfu hrauninu. Hápunkti mótmælanna var náð þann 21 október 2013 þegar að lögreglan handtók mótmælendur sem höfðu tekið sér stöðu fyrir framan vinnuvélar og þannig stöðvað framkvæmdir verktakans. Mótmælendur neituðu í framhaldi að hreyfa sig þrátt fyrir tilmæli lögreglu. Voru 25 einstaklingar handteknir á staðnum[4] og færðir til fangageymslu af lögreglu. Níu einstaklingar snéru aftur í Gálgahraun og voru þeir enn á ný handteknir.[4] Þeir einstaklingar sem snéru aftur í Gálgahraun og héldu áfram mótmælum voru handteknir og svo ákærðir fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Voru mótmælendur sérstaklega ósáttir við það að ekki væri beðið eftir úrskurði Hæstaréttar Íslands um lögbannsbeiðni á framkvæmdir. Verktakinn og Vegagerðin ákváðu að fara með vinnuvélar inn á hraunið og valda þannig tjóni sem óafturkræfanlegt þrátt fyrir að niðurstaða Hæstaréttar lægi ekki fyrir. Meðal þeirra sem að handteknir voru má nefna þjóðþekkta einstaklinga, Ómar Ragnarsson og Eið Guðnason, fyrrverandi alþingismann og sendiherra.

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nímenninganna

[breyta | breyta frumkóða]

Þeir einstaklingar sem voru handteknir í málinu fóru fram á bætur vegna ólöglegra handtöku af hálfu lögreglu. Hæstiréttur féllst ekki á þau rök og sýknaði ríkið af kröfunni.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. UMHVERFISMAT SAMGÖNGUÁÆTLUNAR 2011 – 2022 [6]
  2. Heimasíða Hraunavina
  3. Aðal­fund­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suðvest­ur­lands mót­mæl­ir harðlega framkvæmdum
  4. Ómar Ragnarsson handtekinn
  1. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ritað vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabæjar og farið þess á leit við þá að þeir fari sameiginlega að nýju yfir forsendur fyrir lagningu nýs kafla Álftanesvegar. Fer hann fram á að verksamningur verði ekki undirritaður meðan á þeirri athugun stendur. Alþingi samþykkti lagningu nýs Álftanesvegar með samgönguáætlun og var ráðgert að framkvæmdir stæðu yfir árin 2012 til 2014. Nýtt vegarstæði hefur samkvæmt lögum verið ákveðið í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins Garðabæjar. Verkið var boðið út í samræmi við það en af ýmsum ástæðum hefur dregist að hefja framkvæmdir. Að undanförnu hafa borist harðorð mótmæli við lagningu þessa vegarkafla og því haldið fram að nægilegt sé að endurbyggja veginn í núverandi vegstæði og vernda þannig verðmætt hraun. Jafnframt hefur því verið haldið fram að kanna þurfi gildi umhverfismats og framkvæmdaleyfis. Í ljósi þessa hefur innanríkisráðherra óskað eftir því að Vegagerðin og Garðabær fari sameiginlega að nýju yfir forsendur þessarar framkvæmdar, skýri forsögu og val á lausnum og kanni hvort unnt er að framkvæma samgöngubætur á Álftanesi í meiri sátt við málsvara náttúruverndar. Einnig óskar ráðherra eftir því að samningur um framkvæmdir verði ekki undirritaður meðan á þessari úttekt og yfirferð stendur.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. mars 2017. Sótt 19. janúar 2017.
  3. [1]
  4. 4,0 4,1 http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/10/21/llum_verid_sleppt_ur_haldi/
  5. [2]
  6. [3] UMHVERFISMAT SAMGÖNGUÁÆTLUNAR 2011 – 2022