Lögverndað starfsheiti
Útlit
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Lögverndað starfsheiti er á Íslandi starfsheiti tiltekið í íslenskum lögum sem aðeins þeir sem hafa hlotið til þess menntun og fengið leyfi ráðherra mega nota.
- Arkitekt (húsameistari) er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Bókasafns- og upplýsingafræðingur er lögverndað starfsheiti þeirra sem hafa lokið námi í bókasafns- og upplýsingafræði.
- Byggingafræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Félagsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og því geta einungis þeir sem hafa lokið meistaranámi frá viðurkenndum háskólum og fengið starfsleyfi á Íslandi skv. reglugerð nr. 1088/2012.
- Hagfræðingur er lögverndað starfsheiti og geta því einungis þeir sem hafa lokið námi notað það sem titil. Ekki þarf leyfi ráðuneytis ef útskrifast er frá viðurkenndum íslenskum háskóla.
- Hjúkrunarfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Húsgagna- og innanhússhönnuður (húsgagna- og innanhússhönnuður) eru lögvernduð starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þá titla.
- Iðnfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Kennari: Leikskólakennari, grunnskólakennari og framhaldsskólakennari eru lögvernduð starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þá titla. Strangt til tekið er "kennari" ekki lögverndað starfsheiti.
- Landslagsarkitekt (landslagshönnuður) er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Lífeindafræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi heilbrigðisráðuneytis til að nota þann titil.
- Læknir er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Lögmaður, héraðsdómslögmaður og hæstaréttarlögmaður eru lögvernduð starfsheiti og þarf leyfi ráðherra til að nota þá titla.
- Raffræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Sálfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Sjúkranuddari er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Skipulagsfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Tæknifræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Tölvunarfræðingur er lögverndað starfsheiti og geta því einungis þeir sem hafa lokið námi notað það sem titil. Ekki þarf leyfi ráðuneytis ef útskrifast er frá viðurkenndum íslenskum háskóla.
- Verkfræðingur er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi ráðuneytis til að nota þann titil.
- Viðskiptafræðingur er lögverndað starfsheiti og geta því einungis þeir sem hafa lokið námi notað það sem titil. Ekki þarf leyfi ráðuneytis ef útskrifast er frá viðurkenndum íslenskum háskóla.
- Náms- og starfsráðgjafi er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi mennta- og menningarráðuneytis til að nota þann titil.
- Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og þarf leyfi heilbrigðisráðuneytis til að nota þann titil.
Íslenskir háskólar sjá yfirleitt um milligöngu við ráðherra fyrir hönd nemenda. Fyrr á tíð þurftu einstaklingar að mæta í ráðuneytin og fá undirskrift ráðherra sjálfir.