Króksfjarðarnes
Útlit
Króksfjarðarnes er bær og verslunarstaður á sunnanverðum Vestfjörðum og stendur á nesinu milli Króksfjarðar og Gilsfjarðar. Króksfjarðarnes fékk verslunarréttindi árið 1895. Í Króksfjarðarnesi starfaði Kaupfélag Króksfjarðar og þar var starfandi sláturhús þangað til árið 2007. Einnig er þar félagsheimilið Vogaland sem byggt var 1958 og þar er útibú frá Sparisjóði Vestfirðinga. Í Landnámu kemur fram að Þórarinn krókur hafi numið land við Króksfjörð og búið að Króksfjarðarnesi, en auk þess kemur staðurinn við sögu í Gull-Þórissögu.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.