Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu á Íslandi
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu á Íslandi er í daglegu tali nefnd mormónakirkjan og er hún hluti af alþjóðakirkju mormóna. Kirkja mormóna á Íslandi er í Garðabæ og var hún vígð árið 2000. Meðlimir voru 142 árið 2022.
Fyrstu íslensku mormónarnir voru tveir námsmenn, sem kynntust trúnni í Kaupmannahöfn. Þeir komu til landsins og hófu trúboð árið 1851. Þeir urðu fyrir miklu aðkasti og ofsóknum og var bannað með dómi að prédika opinberlega. En þeim tókst þrátt fyrir þetta að stofna söfnuð 1853. Í manntalinu 1855 voru 8 manns taldir mormónatrúar.[1] Árin 1855-1857 fluttust íslenskir mormónar til Spanish Fork í Utah.[2][3] Í manntölunum 1860 og 1870 er enginn talinn til átrúnaðar mormóna.
Árið 1873 hófu mormónar að nýju trúboð á Íslandi og fluttust flestir sem tóku trúna vestur um haf, margir úr Vestmanneyjum. Í manntalinu 1880 eru 3 mormónar, í manntalinu 1890 eru þeir 8, í manntalinu 1901 eru þeir 5 og í manntalinu 1910 eru þeir 2.[4] Þann 8. júlí 1914 var trúboðinu á Íslandi hætt með fyrirmælum frá æðsta forsætisráðinu og í manntölunum 1920, 1930, 1940, 1950 og 1960 er enga mormóna að finna.
Trúboð hófst ekki aftur á Íslandi fyrr en 1975, er Byron Gíslason og fjölskylda hans frá Spanish Fork í Utah fluttu hingað. Reykjavíkurgrein kirkjunnar var stofnuð 8. ágúst 1976 og söfnuðurinn hlaut löggildingu yfirvalda 1984.
Öll helgirit mormóna, hafa nú verið þýdd á íslensku. Mormónsbók — Annað vitni um Jesú Krist var fyrst gefin út á íslensku árið 1981.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Folketællingen paa Island den 1. October 1855. Københvan. 1857. Bls. 19.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júlí 2009. Sótt 13. júní 2009.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. ágúst 2007. Sótt 13. júní 2009.
- ↑ Manntal á Íslandi 1. desember 1910. Reykjavík: Stjórnarráð Íslands. 1913. Manntalið á Íslandi hinn 1. nóvember 1901. Kaupmannahöfn: Statens statistiske Bureau. 1904. Folketællingen paa Island den 1ste November 1890. Kjøbenhavn. 1892. Folketællingen paa Island den 1ste Oktober 1880. København. 1883. Folketællingen paa Island den 1ste Oktober 1860. København. 1865.