Kíví

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Loðber af Actinidia chinensis

Kíví (einnig nefnt kívíávöxtur eða loðber)[1][2] er ber sem vex á vínviðartegundunum Actinidia deliciosa og Actinidia chinensis. Loðber eiga uppruna sinn í suðurhluta Kína en eru oft tengd við Nýja Sjáland sökum þess að Actinidia chinensis var flutt þangað í byrjun tuttugustu aldar og þar ræktað nýtt afbrigði kallað Actinidia deliciosa sem gaf af sér eilítið stærri ber. Frá Nýja Sjálandi voru loðber síðan flutt til vesturlanda á sjötta áratug síðustu aldar og þá undir nöfnunum melonette og síðar sem Kiwifruit, en það seinna var upprunalega vörumerki sem auka átti sölu. En upphaflega nefndist kívíávöxturinn kínverskt stikilsber (en: Chinese gooseberry) sem hefur oftast verið misþýtt sem kínverskt gæsaber [3] á íslensku, en gooseberry er stikilsber.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.