John Snorri Sigurjónsson
John Snorri Sigurjónsson (fæddur 20. júní 1973, látinn í febrúar 2021) var íslenskur fjallgöngumaður. Árið 2017 varð hann fyrsti Íslendingurinn til að klífa tindana Lhotse (fjórða hæsta fjalls heims) og K2 (næsthæsta fjalls heims). Hann lést árið 2021 á K2, en hann stefndi á að vera meðal þeirra fyrstu til að klífa K2 að vetrarlagi.
Fjallgönguferill
[breyta | breyta frumkóða]- Hvítfjall (Mont Blanc; 4.808 metrar) árið 2011[1]
- Ama Dablam (6.812 metrar) árið 2015[1]
- Elbrus (5.642 metrar) árið 2016[1]
- Lhotse (8.516 metrar) árið 2017 (fyrsti Íslendingurinn á toppinn)[2]
- K2 (8.611 metrar) árið 2017 (fyrsti Íslendingurinn á toppinn)[3]
- Broad Peak (8.047 metrar) árið 2017[4]
- Matterhorn (4.478 metrar) árið 2018[1]
- Breithorn (4.164 metrar) árið 2018[1]
- Pollúx (4.092 metrar) árið 2018[1]
- Manaslu (8.156 metrar) árið 2019[5]
Veturganga á K2
[breyta | breyta frumkóða]Í janúar 2020 ætlaði John Snorri sér að verða fyrstur til að klífa K2 að vetrarlagi,[6] en þurfti að hætta við.[7]
Nepalskur hópur náði þessu markmiði í janúar 2021, en John Snorri hélt sig við áætlun sína og lagði af stað 21. janúar 2021 á K2.[8]
Þann 5. febrúar 2021 slitnaði samband við hóp Johns Snorra og var lítil von að meðlimirnir fyndust á lífi. Hópurinn samanstóð af John Snorra, Juan Pablo Mohri frá Síle og feðgunum Ali Sadpara og Sajid Ali Sadpara frá Pakistan. [9] Pakistönsk stjórnvöld töldu þá af þann 18. febrúar.[10]
Lík Johns Snorra og félaga hans fannst í 7.800 metra hæð í lok júlí. Vísbendingar voru að þeir hefðu verið á niðurleið frá toppnum. [11]
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]John Snorri fæddist við Ölfus.[12] Hann var kvæntur sex barna faðir.[13][14]
Hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins Proxima sem seldi fasteignir í Búlgaríu.[15]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- johnsnorri.com Geymt 14 febrúar 2021 í Wayback Machine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Kolbeinn Tumi Daðason (5. febrúar 2021). „Enn ekkert heyrst frá John Snorra“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ „Fyrstur Íslendinga á topp Lhotse“. Morgunblaðið. 16. maí 2017. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ Þórunn Kristjánsdóttir (28. júlí 2017). „John er fyrsti Íslendingurinn á topp K2“. Morgunblaðið. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ „John Snorri reynir við K2 að nýju“. Morgunblaðið. 20. nóvember 2020. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (26. september 2019). „John Snorri fyrsti íslenski karlinn á topp Manaslu“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ Pétursson, Vésteinn Örn. „John Snorri lagður af stað úr grunnbúðum K2 - Vísir“. visir.is. Sótt 13. febrúar 2021.
- ↑ „John Snorri reynir aftur við K2“. RÚV. 22. nóvember 2020. Sótt 13. febrúar 2021.
- ↑ „Lagðir af stað á tindinn“. www.mbl.is. Sótt 13. febrúar 2021.
- ↑ Þegar myrkrið skellur á er lítil von um að John finnist á lífi Vísir. Skoðað 8/2 2021
- ↑ John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Vísir, skoðað 18. febrúar, 2021
- ↑ Á hendi yfirvalda hvort lík Johns verði sótt Rúv, sótt 27/7 2021
- ↑ Sigurvin Ólafsson (19. ágúst 2017). „Hver er þessi John Snorri? „Mér finnst langbest að segja að ég sé bara einfaldur sveitastrákur úr Ölfusnum"“. Dagblaðið Vísir. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (5. febrúar 2021). „Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir (14. ágúst 2017). „John Snorri snúinn aftur heim á klakann“. Vísir.is. Sótt 8. febrúar 2021.
- ↑ „70 íslenksur íbúðareigendur í Búlgaríu“. Blaðið. 3. júlí 2007.