Jónas Þorbjarnarson
Útlit
Jónas Þorbjarnarson (f. 1960, d. 2012) var fæddur á Akureyri og ólst þar upp. Hann lauk 6. stigs prófi í klassískum gítarleik frá Nýja Tónlistarskólanum 1982, BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1985, og lærði heimspeki við H.Í. 1988 – 1990. Hann starfaði sem landvörður, blaðamaður, þjónn og sjúkraþjálfari.
Jónas hlaut starfslauna rithöfunda 1989 og fékkst að mestu við ritstörf eftir það. Hann vann fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni sem Morgunblaðið hélt í tilefni af afmæli sínu árið 1988; hann vann einnig fyrstu verðlaun í samkeppni um þjóðhátíðarljóð í tilefni ársins 2000. Ljóð eftir hann hafa verið þýdd á ensku og kínversku og eru væntanleg á frönsku.
Ritskrá
[breyta | breyta frumkóða]- Í jaðri bæjarins (1989)
- Andartak á jörðu (1992)
- Á bersvæði (1994)
- Villiland (1996)
- Vasadiskó (1999)
- Hliðargötur (2001)
- Hvar endar maður? (2005)
- Tímabundið ástand (2008)
- Brot af staðreynd (2012)