Jóhann 4. Portúgalskonungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jóhann 4. konungur Portúgals.

Jóhann 4. (portúgalska: João IV de Portugal; 18. mars 16036. nóvember 1656) var konungur Portúgals frá 1640 til dauðadags. Hann var sonur Þeodósíusar 2. hertoga af Braganza og barnabarn Katrínar hertogaynju sem hafði gert tilkall til portúgölsku krúnunnar áður en Filippus 2. Spánarkonungur náði sínu fram í portúgölsku ríkiserfðadeilunni árið 1580 þegar Spánn og Portúgal gengu í konungssamband. Þar sem Braganza-ættin taldi sig lögmæta ríkisarfa í Portúgal var Jóhann alinn upp með það fyrir augum að hann yrði konungur.

Jóhann var hylltur sem konungur eftir að vaxandi óánægja með stjórn Filippusar 3. hafði leitt til uppreisnar meðal portúgalska aðalsins og kaupmanna 1. desember 1640. Filippus var þá upptekinn við Þrjátíu ára stríðið í Evrópu og Sláttumannaófriðinn í Katalóníu. Jóhann gerði bandalag við Frakka og Svía en barðist jafnframt gegn ásókn Hollendinga á verslunarstöðum í Vestur- og Austur-Indíum. Valdaránið leiddi til langdregins stríðs milli Portúgals og Spánar sem lauk ekki fyrr en með Lissabonsáttmálanum 1668, eftir lát Jóhanns.

Jóhann 4. lést árið 1656 og sonur hans, Alfons 6. tók við völdum. Dóttir hans, Katrín af Braganza, giftist Karli 2. og varð drottning Englands árið 1662.


Fyrirrennari:
Filippus 3.
Konungur Portúgals
(1640 – 1656)
Eftirmaður:
Alfons 4.