Ingibjörg Þorbergs - Aravísur
Ingibjörg Þorbergs syngur Aravísur | |
---|---|
IM 68 | |
Flytjandi | Ingibjörg Þorbergs |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Ingibjörg Þorbergs syngur Aravísur er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur og leikur Ingibjörg Þorbergs tvö barnalög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Aravísur - Lag - texti: Ingibjörg Þorbergs - Stefán Jónsson - ⓘ
- Börnin við tjörnina - Lag og texti: Jenni Jónsson - ⓘ
Ingibjörg og Aravísur
[breyta | breyta frumkóða]Lagið Aravísur varð eitt ástsælasta barnalag á Íslandi í síðari hluta síðustu aldar og hélst þar allt í hendur; snjallt ljóð Stefáns Jónssonar, fallegt lag og einstaklega fínlegur flutningur Ingibjargar. Í blaðaviðtali við Ingibjörgu kemur þetta fram:[1]
Þeir eru fáir sem ekki þekkja Aravísur sem fjalla um hann Ara sem spurði heil ósköp. „Það vildi þannig til að Tage Ammendrup, sem var með hljómplötuútgáfu, fékk mig til að semja lag og syngja þessar vísur Stefáns Jónssonar. Mig minnir að það hafi verið í kringum 1953 sem ég söng inn á þessa plötu. Á þessum árum þekktist það varla að það kæmi eitthvað út sem eingöngu var ætlað börnum,“ rifjar Ingibjörg upp. Hún samsinnir því að platan hafi orðið vinsæl og mikið verið spiluð. |
Ingibjörg fékk sérstök heiðursverðlaun vegna framlags til barnatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2003.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fréttablaðið, 1. febrúar 2003, bls. 21.