Fara í innihald

Indversk olíusardína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Indversk olíusardína

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Síldfiskar (Clupeiformes)
Ætt: Síldaætt (Clupeidae)
Ættkvísl: Sardínur (Sardinella)
Tegund:
S. longiceps

Tvínefni
Sardinella longiceps
Valenciennes, 1847

Indversk olíusardína (fræðiheiti: Sardinella longiceps) er sardína af síldaætt og er mjög víðförull torfufiskur. Þessi uppsjávartegund finnst á 20-200m dýpi á landgrunni (veiðist þó mest innan við 30m dýpi). Sardínan nærist á svifþörungum og smáum krabbadýrum. Sardínan getur af sér einu sinni á ári, þegar hiti og selta eru lág. Sardínan hrygnir í ágúst til september[1]. Fyrir utan það að vera mjög næringarrík, á viðráðanlegu verði og hægt að fá hana nánast allan ársins hring, gefur sardínan mjög mikilvægar aukaafurðir eins og olíu sem notuð er í öðrum atvinnugreinum og fiskimjöl sem er mikið notað sem fóður í alifuglaeldi og nautgriparækt[2].

Sardínan er ílöng, um það bil sívöl. Sardínan er minna en 30% af eðlilegri lengd að þykkt, en maginn er hringlóttur. Indverska olíu sardínan líkist mjög Austur-Afríku sardínunni en höfuð Indversku olíu sardínunnar er 29-35% af líkama hennar, samanborið við 26-29% hjá Austur-Afríku sardínunni. Indverska olíu sardínan hefur einnig fleiri tálkn. Á sama hátt er hægt að greina Indversku olíu sardínuna frá Bali sardínunni – sú indverska hefur mun fleiri tálkn.

Indverska olíu sardínan hefur einkennandi daufan gullnan blett aftan við tálknopið, sem leiðir af sér gullna línu sem liggur miðlægt að sporð. Einnig er greinilegur svartur blettur á brún tálknloksins[3].

sýnishorn
Indversk olíusardína

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og áður segir þá er indverska olíu sardínan mjög víðförull torfufiskur sem lifir aðallega á sviðþörungum og smáum krabbadýrum. Sardínan getur af sér einu sinni á ári við vestursströnd Indlands[4]. Olíu sardínan vex mikið á fyrstu mánuðum ævi sinnar og þroskast snemma á lífsferlinu sem er aðeins um 2 og ½ ár. Þorska fer að verða vart innan árs, eða þegar sardínan hefur náð um það bil 150 mm að stærð. Þroskinn stjórnast mikið af umhverfisáhrifum eins og hita og regni[5].

Saga veiðanna

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrir 1975 voru veiðar bundar við 20 metra dýpi. Fiskveiðarnar stjórnuðust þá mikið til af sterkum áhrifum Monsoon vinda á litlu bátana og kanóana. Nánast engin veiði var á Monsoon – vindarnir lokuðu eiginlega fiskveiðiárinu, sem hafði þau áhrif að hrygningarfiskur og seiði á miðum hlutu vernd. Á seinnihluta áttunda áratugsins byrjaði flotinn að vélvæðast og nótabátar komu til sögunnar. Það gerði fiskimönnum kleift að veiða á 30-40m dýpi nánast allt árið. Vélknúnar nótir hafa þó haft í för með sér miklar breytingar á munstri veiða og vinnslu olíu sardínunnar meðfram suðvesturströndinni þar sem veiðar eru einnig stundaðar á ræktunar og nýliðunartímabilum[6].

Allt til loka 1970 voru veiðar aðallega stundaðar með báta og strandar nótum eða netum. Með tæknivæðingunni eins og hringnótunum hafa þessar gömlu veiðiaðferðir orðið óþarfi. Við austur ströndina hafa hefðbundnar veiðiaðferðir eins og veiðinætur, net og pokanet verið mest notuð. Í Tamil Nadu, hefur mikið verið notast við svokallað tví troll við 12-16m dýpi í Pamban-Rameswaram svæðinu á meðan hringnætur hafa nýlega komið til sögunnar í Palk Bay[7].

Afli og markaður

[breyta | breyta frumkóða]
Veiðar á Indverskri olíu sardínu

Indverska olíu sardínan er mikilvægasta síldfiskategundin í Indlandshafi eða allt að 30% af öllum sjófiski. Þó svo að miklar sveifur séu í afla á milli ára þá hefur hún alltaf haldið því að vera mikilvægust, og veiðar hafa bersýnilega aukist gríðarlega á síðustu 60 árum. Eins og sést á grafinu hér til hliðar eru aðeins 7 þjóðir sem veiða indversku olíu sardínuna, en þar af er Indland lang stærst og hafa hinar þjóðirnar aldrei farið yfir 100.000t, en Pakistarnar hafa komist nálægt því og eru á eftir Indlandi í veiðum.

Indverska olíu sardínan er seld fersk, þurrkuð og söltuð og þurrkuð, reykt og niðurstoðin einnig. Mikið er notað í fiskimjöl og fiskibollur[8]. Á Indlandi kallast sardínan mismunandi nöfnum eftir stöðum, það er Mathi (Malayalam), Boothai (Kannada), Taralai, Haid (Marathi)[9].

Á suðurstöndinni er góð eftirspurn eftir sardínunni, bæði fyrir staðbundna markaði og fyrir fjarlæga markaði og er veiðin þar af leiðandi nýtt til fulls. Á austurströndinni er lítil staðbundin eftirspurn og er mestur aflinn markaðsettur utan ríkisins, sérstaklega til Kerala. Þegar afli er mikill er sardínan einnig sólþurrkuð og úr henni framleitt alifugla fóður [10].

Stjórnun fiskveiða og verndunarráðstafanir

[breyta | breyta frumkóða]

Það eru engar sérstakar verndunarráðstafanir í gangi með Indversku olíu sardínuna þrátt fyrir allar sveiflurnar. Strandríkin hafa þó innleitt Marine Fishing Regulation Act sem hefur sett bann á viss veiðisvæði og viss veiðitímabil fyrir mismunandi flokka veiða til þess að reyna að tryggja sjálfbæra nýtingu[11].

Marine fishing regulation Act setti fram lög árið 1986 að banna ætti veiðar með vélknúnum hætti, sérstaklega hringnót þegar Monsoon væri til þess að vernda seiðin, en slíkar reglur gilda ekki um öll fylkin og enn eru vélknúnir bátar með önnurveiðafæri eins og net eða nót með mjög litlum möskvum að veiða á þessu tímabili sem eyðileggur bæði seiði og ungan fisk[12].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Sardinella longiceps. Sótt 19. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/species/2086/en
  2. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.
  3. Fishbase.org. (E.d.). Sardinella Longiceps. Sótt þann 18. febrúar 2015 af www.fishbase.org/summary/1511
  4. http://www.fao.org/fishery/species/2086/en
  5. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.
  6. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.
  7. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.
  8. http://www.fishbase.org/summary/1511
  9. Food and Agriculture Organization of the United Nations. (e.d). Sardinella longiceps. Sótt 19. febrúar 2015 af http://www.fao.org/fishery/species/2086/en
  10. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.
  11. The IUCN Red List of Threatened Species. (E.d). Sardinella Longiceps. Sótt þann 18. febrúar 2015 af http://www.iucnredlist.org/details/154989/0
  12. Pillai, N G K and Ganga, U and Jayaprakash, A A (2003) Indian Oil Sardine. í: Status of Exploited Marine Fishery Resources of India. Mohan Joseph, M and Jayaprakash, A A,(eds.) CMFRI, Cochin, pp. 18-24. ISBN 81-901219-3-6.