Fara í innihald

Gísli á Uppsölum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli á Uppsölum, skírður Gísli Októvíanus Gíslason (29. október 1907 – 31. desember 1986), var bóndi og einbúi í Selárdal á Vestfjörðum. Millinafn Gísla „Októvíanus“ er mjög oft misritað sem „Oktavíus“ í íslenskum fjölmiðlum eða annarstaðar. Foreldrar hans hétu Gísli Sveinbjörnsson (1852–1916) og Gíslína Bjarnadóttir (1867–1949).[1][2] Hann átti þrjá bræður sem voru: Gestur (1901–1980)[3], Bjarni (1903–1988)[4] og Sigurður Jóhannes (1909–1991)[5].

Hann varð þjóðþekktur þegar Ómar Ragnarsson sótti hann heim í Stikluþætti[6] sem var frumsýndur hjá Ríkissjónvarpinu á jóladagskvöldi árið 1981.[7] Þá fékk Stikluþáttur Ómars misgóð viðbrögð. Sumir voru á því máli að búskaparhættir hans gæfu innsýn inn í fortíðina á meðan aðrir gagnrýndu þáttinn. Meðal gagnrýnenda var Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands sem skrifaði: „Ómar hefur gert mikið og á heiður og aðdáun skilið fyrir sitt lífsverk en ég hef alltaf litið á þennan þátt hans um Gísla sem hans versta axarskaft. Þarna er maður sem er hreinlega fatlaður, utanveltu og veit ekkert hvaðan á sig stendur veðrið. Þá kemur allt í einu einhver maður að sunnan með græjur og eltir hann um túnið og hann hrökklaðist undan honum eins og sært dýr. Mér fannst þetta óskaplega sorglegt, var misboðið og var alveg gáttaður þegar ég sá undirtektir fólks. Að það væri að hrífast af þessu.“[8]

Þá er það ekki ljóst hvort það var Gísli sem einangraði sig frá samfélaginu eða hvort honum var útskúfað fyrir að vera öðruvísi. Það er hinsvegar vitað að hann var oft einmanna og var ekki ánægður með þær aðstæður sem hann lifði við.[9]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Minning: Gísli Oktavíus Gíslason, Uppsölum, Morgunblaðið, 10. janúar 1987, bls. 35 [Millinafn Gísla „Októvíanus“ og föðurnafn móður hans „Bjarnadóttir“ eru misrituð í þessari minningargrein.]
  2. Misritun, Morgunblaðið, 11. janúar 1987, bls. 34
  3. Gestur Gíslason fyrrum bóndi í Trostansfirði, Þjóðviljinn, 7. mars 1980, bls. 7
  4. islendingabok.is og Dánartilkynning – Bjarni Gíslason frá Uppsölum, Selárdal í Arnarfirði, Morgunblaðið, 17. júní 1988, bls. 36
  5. Sigurður J. Gíslason frá Uppsölum, Morgunblaðið, 15. júní 1991, bls. 33
  6. Stikluþáttur Ómars á YouTube
  7. Guðjónsdóttir, Katrín (22. október 2021). „Gísli á Uppsölum varð frægur eftir heimsókn Ómars: Einbúinn sem hafði hvorki vatn né rafmagn“. www.mannlif.is. Sótt 12. febrúar 2023. [Millinafn Gísla „Októvíanus“ er misritað í þessari grein.]
  8. Áhrifaríkar Stiklur Ómars, Morgunblaðið, 22. maí 2011, bls. 30–31 [Millinafn Gísla „Októvíanus“ er misritað í þessari grein.]
  9. „Öld liðin frá fæðingu Gísla á Uppsölum“. www.mbl.is. 29. október 2007. Sótt 12. febrúar 2023. [Millinafn Gísla „Októvíanus“ og dánarár móður hans „1949“ eru misrituð í þessari grein.]