Gröf (legstaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ný tekin gröf í kirkjugarði í Seattle, Bandaríkjunum.

Gröf er hinsta hvíla látins manns. Er oftast tveggja metra langur, ~80 cm breiður og ~2 metrar djúpur skurður. Eftir að lík hefur verið jarðsett er gröfin lukt með greftrinum. Í kristnum ríkjum eru lík jarðsett í líkkistu og flestar grafir eru innan kirkjugarða, þó einnig þekkist sérstakir grafreitir í kirkjugólfum og heimagrafreitir eða grafhýsi. Fjöldagröf er hvíldarstaður margra, og er oftast ómerkt. Menn sem týnast á hafi úti eru sagðir hafa hlotið vota gröf.

Einnig tíðkast sums staðar að taka grafir fyrir gæludýr. Kolagrafir, sem ekki eru grafir en svo nefndar, voru fyrrum notaðar til að búa til viðarkol, meðal annars á Íslandi.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.