Frjálslyndi flokkurinn (1)
Útlit
Frjálslyndi flokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur sem var stofnaður árið 1926 af þingmönnum úr Sjálfstæðisflokknum (eldri) sem ekki vildu taka þátt í stofnun Íhaldsflokksins. Flokkurinn bauð fram í landkjöri sama ár undir forystu Sigurðar Eggerz en hann náði ekki kjöri. Flokkurinn bauð fram lista í Alþingiskosningum 1927 og náði Sigurður þá einn kjöri.
Frjálslyndi flokkurinn tók þátt í stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929.