Friðrik V (veitingastaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Friðrik V var veitingastaður á Akureyri, síðast til húsa í Kaupvangsstræti 6, gegnt Hótel KEA, en var áður í Strandgötu. Staðurinn var opnaður þann 25. júlí 2001 og var í eigu Friðriks Vals Karlssonar, sem jafnframt var yfirkokkur, og konu hans, Arnrúnar Magnúsdóttur.

Staðurinn var þekktur fyrir að fylgja svokallaðri „Slow Food“ stefnu við matreiðslu og notaðist fyrst og fremst við ferskt hráefni af Eyjafjarðarsvæðinu. Árið 2006 var staðurinn valinn á lista Slow Food yfir 100 áhugaverðustu svæðisbundnu veitingastaði í heimi og var hann eini staðurinn á Íslandi sem hafði leyfi til að kenna sig við Slow Food og nota merki samtakanna.

Veitingastaðnum var lokað 3. mars 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimasíða Friðriks V - skoðað 19. desember 2007.