Fara í innihald

Gulbambus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fargesia murielae)
Gulbambus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Undirætt: Bambus (Bambusoideae)
Yfirættflokkur: Bambusodae
Ættflokkur: Bambuseae
Undirættflokkur: Arundinariinae
Ættkvísl: Fargesia
Franch.
Tegund:
F. murielae

Tvínefni
Fargesia murielae
(Gamble) T.P.Yi.
Samheiti
Synonymy
  • Arundinaria murielaeGamble
  • Arundinaria spathacea (Franchet) D. McClint
  • Fargesia spathacea Franchet
  • Sinarundinaria murielae (Gamble) Nakai
  • Thamnocalamus spathaceus auct.

Gulbambus (fræðiheiti: Fargesia murielae ) er tegund bambusa í grasaætt. Þetta er stór, hnausmyndandi sígrænn bambus, líkist mikið Fargesia nitida í sömu ættkvísl, en með gulum stönglum[1][2].

Gulbambus er talinn einn af fegurstu bambusum í ræktun. Hann er upprunninn úr fjöllum mið Kína, kynntur af Ernest Henry Wilson 1913 og nefndur eftir dóttur hans. Enska heitið "umbrella bamboo" er vísun á lútandi vaxtarlag hans. Hann vex í 1,981–3,048 metrum yfir sjáfarmáli. Hann getur orðið 3 — 4 m að hæð með ummál að 1,3 sm. og þolir milli -18°C til - 29°C gráðu frost. Laufin eru lengri en þau eru breið, ydd og eru stök á laufstönglinum. Hann myndar fljótt þéttann hnaus af stönglum sem getur svo verið erfitt að sjá undir öllu blaðverkinu. Nýjir sprotar eru ljósbláir með með dekkri hlífðarblöðum og verða gulgrænir með aldrinum. Eins og allar aðrar tegundir í ættkvíslinni, hefur gulbambus ekki skriðula stöngla og þarf því ekki að girða hann af. Hann heldur grænu laufinu yfir veturinn, en mun að missa hluta að hausti[3] [4].

Gulbambus hefur fundist í mörgum mismunandi búsvæðum í heimkynnum sínum, frá þurrum fjallshlíðum til frumskóga, en kann best við sig í hóflega frjósömum jarðvegi sem er rakur en vel drenaður. Gjarnan lítið eitt súr. Þessi tegund er algengust í suðaustur Asíu, Kína og Japan[5][6].

Meðal alls þess sem vekur áhuga manns við þessa plöntu, þá er lífsferill hennar áhugaverðastur. Fólk er vant því að jurtir séu annaðhvort fjölærar (spíri af fræi, vaxi upp og blómstri svo ár eftir ár þar til þær loks deyi) eða einærar (spíri af fræi, vaxi upp, blómstri og svo deyi á einu sumri), en Gulbambus tekur sér 80 til 100 ár í vexti áður en hann blómstrar og deyr. Þessi 80 til 100 ár Gulbambuss eru ekki lengsta lotan, en er með þeim þekktustu og best skráðu. Það sem er enn sérstakara en langur blómgunarferill, er að plönturnar eru alveg samhæfðar í blómgun. Þá er verið að vísa til tilhneigingar flestra eða allra einstaklinga af tegund til að blómstra á nokkurnveginn sama tíma. Þessi óvenjulegi eiginleiki hefur fengil suma fræðinga til að telja að þessu sé stjórnað af nokkurskonar innri klukku en ekki veðurfarsþáttum[7].

Gulbambus í Lystigarðinum Akureyri (hægra megin við Björgvin Steindórsson)

Þessi tegund hefur verið ræktuð á Íslandi í áratugi með góðum árangri.[8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Fargesia murielae“. Ecology & Evolutionary Biology Greenhouses. Sótt 30. apríl 2012.
  2. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  3. Arnoldia. „Muriel's Bamboo“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9 júní 2015. Sótt 30. apríl 2012.
  4. „UK - Bamboos (Fargesia murielae)“. Sótt 30. apríl 2012.
  5. Hamilton, Susan L. „Bamboo (Phyllostachys spp.)“. Sótt 30. apríl 2012.
  6. Home and Garden information center. „Home & Garden“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 22 júní 2012. Sótt 30. apríl 2012.
  7. Arnoldia. „Muriel's Bamboo“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 9 júní 2015. Sótt 30. apríl 2012.
  8. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 30. nóvember 2015.