Fáni Djibútí
Útlit
Fáni Djibútí er samansettur úr tveimur eins formuðum láréttum borðum í ljósbláum og grænum lit og hvítum þríhyrndum fleti til vinstri og vísar eitt horn hans til hægri inn að miðju fánans. Inni í hvíta þríhyrnda fletinum er rauð fimmarma stjarna. Litirnir tákna jörð (grænn), haf (blár) og frið (hvítur). Rauða stjarnan táknar samstöðu eða einingu.
Fáninn var fyrst dreginn að húni á sjálfstæðisdegi ríkisins 27. júní 1977.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fáni Djibútí.