Fara í innihald

Evrópsk nashyrningsbjalla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Evrópsk nashyrningsbjalla
Oryctes nasicornis. Karldýr, séð frá hlið
Oryctes nasicornis. Karldýr, séð frá hlið
Dorsal view
Dorsal view
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Ýfilbjöllur (Scarabaeidae)
Undirætt: Nashyrningsbjöllur (Dynastinae)
Ættkvísl: Oryctes
Tegund:
O. nasicornis

Tvínefni
Oryctes nasicornis
(Linnaeus, 1758)

Evrópska nashyrningsbjallan (Oryctes nasicornis) er tröllvaxin vængjuð bjalla sem tilheyrir ættkvísl nashyrningsbjalla (Dynastinae). Bjöllurnar eru með þeim stærstu sem finnast í Evrópu.

Kvendýr

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Oryctes nasicornis afghanistanicus Endrödi, 1938
  • Oryctes nasicornis chersonensis Minck, 1915
  • Oryctes nasicornis corniculatus Villa & Villa, 1833
  • Oryctes nasicornis edithae Endrödi, 1938
  • Oryctes nasicornis grypus (Illiger, 1803)
  • Oryctes nasicornis hindenburgi Minck, 1915
  • Oryctes nasicornis holdhausi Minck, 1914
  • Oryctes nasicornis illigeri Minck, 1915
  • Oryctes nasicornis kuntzeni Minck, 1914
  • Oryctes nasicornis latipennis Motschulsky, 1845
  • Oryctes nasicornis mariei (Bourgin, 1949)
  • Oryctes nasicornis nasicornis (Linnaeus, 1758)
  • Oryctes nasicornis ondrejanus Minck, 1916
  • Oryctes nasicornis polonicus Minck, 1916
  • Oryctes nasicornis przevalskii Semenow & Medvedev, 1932
  • Oryctes nasicornis punctipennis Motschulsky, 1860
  • Oryctes nasicornis shiraticus Endrödi & Petrovitz, 1974
  • Oryctes nasicornis transcaspicus Endrödi, 1938
  • Oryctes nasicornis turkestanicus Minck, 1915

Oryctes nasicornis verður 20 til 40 mm löng, að hámarki 47 mm.[1] Þetta er ein stærsta bjöllutegundin í Evrópu. Þekjuvængirnir eru rauðbrúnir, gljáandi, meðan höfuð og framhlið bakbols eru aðeins dekkri. Neðri hluti skrokksins og fætur eru þakin löngu rauðu hári. Höfuð karldýrsins er með löngu aftursveigðu horni (þaðan sem nafnið kemur), meðan kvendýrið er ekki með nein horn.

Bjallan Dim í Disney og Pixar myndinni, A Bug's Life, er Evrópsk Nashyrningsbjalla.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Oryctes nasicornis er í Palaearctic svæðinu, nema á Atlantshafs eyjunum. Hún er eina tegund Nashyrningsbjalla (Dynastinae) í Norður Evrópu. Hún er útbreidd á miðjarðarhafssvæðinu til Pakistan, Austurlöndum nær og Norður Afríku.

Evrópska nashyrningsbjallan lifir á viði, og hægt er að finna stórar lirfur í fúnandi stofnum og í sagi. Við jaðar útbreiðslusvæðis hans finnst hún helst við sögunarmyllur, hestahlaupabrautir, safnhaugum, kúamykju og í gróðurhúsum.

Lífsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Lirfan nærist á morknum viði og laufhrúgum og sagi (xylophagy), yfirleitt resínlausu. Þær geta náð 20 til 100 mm lengd. Þroskatímabilið getur verið 2, 3 eða 4 ár. Magn og gæði fæðu getur haft áhrif á stærð fullvaxins dýrs.

Sníkjuvespan Megascolia maculata er sníkjudýr á lirfum evrópsku nashyrningsbjöllunnar. Kvenkyns vespa verpir stöku eggi í lirfu; þegar eggið klekst út, étur vespulirfan bjöllulirfuna.

Fullorðin bjallan birtist í lok mars, apríl eða maí, og lifir í nokkra mánuði fram á haust. Hún er á ferðinni í júní og júlí og er mjög virk, flýgur í rökkri og nóttu, lokkuð af ljósum. Fullorðnar bjöllurnar nærast ekki, nota upp á fáum vikum birgðir sem þær höfðu safnað á lirfustigum.

Lífsferill. Úr «Fauna Germanica: Die Käfer des deutschen Reiches»
Egg
Fullorðið karldýr
lirfa

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • R.-P. Dechambre & G. Lachaume (2001). The genus Oryctes (Dynastidae). The Beetles of the World. 27. árgangur. Hillside Books, Canterbury. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. ágúst 2010. Sótt 18. febrúar 2017.
  1. Marek Bunalski. Die Blatthomkäfer Mitteleuropas Coleoptera, Scarabaeoidea. Bratislava, 1999

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.