Elínborg Lárusdóttir
Elínborg Lárusdóttir (12. nóvember 1891 – 5. nóvember 1973) var íslenskur rithöfundur. Hún fæddist á Tunguhálsi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi, Hússtjórnarskólann á Akureyri og Kennaraskólann. Hún var 1912–1914 í Kennaraskólanum en varð að hætta námi eftir áramót vegna berkla. Í skólanum kynntist hún Ingimar Jónssyni sem síðar varð eiginmaður hennar. Hún fór 1914 á berklahælið á Vífilsstöðum og dvaldi þar á þriðja ár eða fram á vor 1917. Hún giftist Ingimar Jónssyni sem var prestur að Mosfelli í Grímsnesi 1922–28 og síðan skólastjóri Ungmennaskóla Reykjavíkur frá stofnun 1928 en sá skóli nefndist Gagnfræðaskóli Reykjavíkur frá 1930 og Gagnfræðaskóli Austurbæjar frá 1949.
Fyrsta bók Elínborgar, Sögur, kom út árið 1935 en þá var hún fimmtug. Hún var um skeið einn afkastamesti rithöfundur landsins og skrifaði alls rúmlega 30 bækur. Elínborg skrifaði mikið um dulræn fyrirbrigði en þar á meðal eru tvær bækur um Hafstein Björnsson miðil.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]- Sögur, 1935
- Anna frá Heiðarkoti, 1936
- Gróður, 1937
- Förumenn, 1939-1940
- Frá liðnum árum, 1941
- Strandarkirkja, 1943
- Úr dagbók miðilsins, 1944
- Hvíta höllin, 1944
- Símon í Norðurhlíð, 1945
- Miðillinn Hafsteinn Björnsson, 1946
- Gömul blöð, 1947
- Steingerður, 1947
- Tvennir tímar, 1949
- Í faðmi sveitanna, 1950
- “Anna María” , 1951
- Miðillinn Hafsteinn Björnsson, II. 1952
- Merkar konur, 1954
- Forspár og fyrirbæri, 1957
- Leikur örlaganna, 1958
- Horfnar kynslóðir