Ed Westwick

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ed Westwick
Westwick árið 2010
Fæddur
Edward Gregory Westwick

27. júní 1987 (1987-06-27) (36 ára)
Þekktur fyrirLeikari

Edward „Ed“ Westwick (f. 27. júní 1987) er enskur leikari og tónlistarmaður sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl.

Æska og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Westwick fæddist í Stevenage í Hertfordshire á Englandi og er sonur Carole, sálfræðings, og Peter Westwick, háskólaprófessors. Hann ólst upp í Stevenage og æfði í National Youth-leikhúsinu í London. Hann heldur með Chelsea F.C. Hann byrjaði feril sinn á að birstast í breskum sjónvarpsþáttum eins og Doctors as Holden, Casualty og Afterlife. Hann lék einnig í kvikmyndunum Breaking and Entering, Children of Men og Son of Rambow.

Árið 2007 var Westwick ráðinn í unglinga-dramaþáttinn Gossip Girl sem Chuck Bass. Eftir að þátturinn sló í gegn var hann útnefndur „kynþokkafyllsti maður á lífi“ árið 2008 af tímaritinu People, birtist árið eftir á lista þeirra yfir „100 fallegustu“ ásamt öllum leikurum Gossip Girl, vann tvö verðlaun árin 2008 og 2009 fyrir besta þorpara í sjónvarpi og var útnefndur sem vonarstjarna GQ árið 2010. Entartainment Weekly útnefndi persónu Westwicks, Chuck Bass, „best klæddu sjónarpsþáttapersónu ársins 2008“ (en deildi þó sætinu með persónu Leighton Meester, Blair Waldorf).

Árið 2008 varð Westwick nýtt andlit K-Swiss en hann var annar meðlimur leikaraliðs Gossip Girl til að kynna íþróttafatnað (Leighton Meester auglýsti Reebok) og lék í hryllingsmyndinni 100 Feet

Árið 2009 lék Westwick hlutverk í framhaldsmynd Donnie Darko og lék einnig gestahlutverk í þriðju þáttaröð Californication en hann lék nemanda sem var dolfallinn aðdáandi vampírubókmennta. Í maí 2009 var hann nefndur við hlutverk Heathcliff í Wuthering Heights. En í janúar 2010 fór kvikmyndin í hendur nýs leikstjóra sem ákvað að breyta leikaravalinu.

Í janúar 2011 gekk Westwick til liðs við mynd Clint Eastwood, J. Edgar, en Leonardo DiCaprio fór með hlutverk J. Edgar Hoover, fyrsta forstjóra bandarísku Alríkislögreglunnar (FBI). Þetta sama ár lék hann í rómantísku gamanmyndinni Chalet Girl ásamt Felicity Jones.

Hann las að hluta inn á hljóðbókarútgáfu City of Fallen Angles eftir Cassöndru Clare og las inn á aðra skáldsögu hennar úr bókaflokkinum Clocwork Prince from The Infernal Devices.

Westwick varð einnig alþjóðlegur frægur talsmaður Penshoppe, um mitt ár 2011.

Hann á að leika í nýrri útgáfu af Róme og Júlíu, sem frændi Júlíu, Tíbalt ásamt Hailee Steinfeld.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Westwick hóf ástarsamband með mótleikkonu sinni úr Gossip Girl, Jessicu Szohr árið 2008. Þau slitu sambandinu í maí 2010 og Westwick sagði í kjölfarið „kærustur eru of mikill höfuðverkur“ en þau byrjuðu aftur saman í stuttan tíma við tökur fjórðu þáttaraðar Gossip Girl í ágúst 2010. Í febrúar 2012 var tilkynnt um að Westwick og Szohr hefðu aftur tekið upp samband sitt.

Fyrir utan leiklist var hann forsprakki bresku indie-rock hljómsveitarinnar The Filthy Youth sem samanstóð af honum, Benjamin Lewis Allingham, Jimmy Wright, Tom Bastiani og John Vooght. Á meðan hann er óvirkur meðlimur bandsins, aðallega vegna þess að hann vill einbeita sér að leiklistarferlinum, og hinir hljómsveitarmeðlimirnir eru búsettir í Bretlandi, hefur hann sýnt áhuga á því að stofna aðra hljómsveit í New York.

Hlutverk[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Kvikmynd Hlutverk ATH
2004 Goodbye K'Life Nino Salithers
2006 Children of Men Alex
Breaking and Entering
Zoran
2007 Son of Rambow' Lawrence Carter
2008 100 Feet Joey
2009 S. Darko Randy Jackson
2010 The Commuter Bell Boy
2011 Chalet Girl Jonny
J. Edgar
Smith fulltrúi
2010 Romeo and Juliet Tybalt

Sjónarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

Ár Titill Hlutverk ATH
2006 Doctors Holden Edwards 07x154 - „Young Mothers Do Have 'Em“
Casualty Johnny Cullin 20x029 - „Family Matters“
Afterlife Darren 02x001 - „Roadside Bouquets“
2007 - Gossip Girl Chuck Bass Aðalhlutverk
2009 Californication Chris „Balt“ Smith 03x002 - „The Land of Rape and Honey“

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Ár Flokkur Þáttaröð Verðlaun Niðurstaða
2008 Karlkynsstjarna í sjónvarpsþætti Gossip Girl Teen Choice Awards Vann
2008 Besti þorparinn Gossip Girl Teen Choice Awards Vann
2009 Besti þorparinn Gossip Girl Teen Choice Award Vann

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]