Kranskollar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Echeveria)
Kranskollar
Echeveria elegans
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiospermae)
Ættbálkur: Saxifragales
Ætt: Crassulaceae
Ættkvísl: Kranskollar (Echeveria)
DC.
Samheiti
  • Courantia Lem.
  • Oliveranthus Rose
  • Oliverella Rose
  • Urbinia Rose

Kranskollar (fræðiheiti: Echeveria) eru ættkvísl þykkblöðunga af ættinni Crassulaceae. Í ættkvíslinni eru yfir 150 tegundir, flestar ættaðar frá Mexíkó og Texas, en einnig Kaliforníu og Perú. Ættkvíslin dregur nafn sitt af mexíkóskum grasafræðingi, Atanasio Echeverría y Godoy.[1]

Allir kranskollar eru með stutt, holdug blöð sem vaxa í hvirfingum. Blómin sitja á greinóttum stönglum sem vaxa upp úr blaðhvirfingunum. Kranskollar eiga það til að blómstra snemma árs. Auðvelt er að fjölga kranskollum með hliðarsprotum sem vaxa út frá plöntunni, en erfitt er að rækta þá af fræi.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Maja-Lisa Furusjö (1986). Plöntur með þykk blöð. Bókaútgáfan Vaka. bls. 20.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.