Dulin námskrá
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: vantar heimildir |
Dulin námskrá er það sem nemendur læra í skólanum en er ekki hluti af áformaðri námskrá, er hvergi skráð og lærist jafnvel óafvitandi. Sem dæmi má nefna ýmis viðmið og gildi, bæði jákvæð og neikvæð eins og stundvísi og óstundvísi, heiðarleiki og svindl.
Með duldu námskránni var vísað til ýmissa þátta í skólaumhverfinu sem ekki kæmu fram í skrifaðri námskrá. Þar var t.d. um að ræða ýmis viðhorf, viðteknar venjur, siði, sjónarmið, hegðunarreglur og samskiptamynstur sem mótuðu menningu og brag hvers skóla. Eisner (1994) lýsti hugmyndum sínum um núllnámskrána þannig: „Það sem skólar ákveða að kenna ekki getur reynst jafnmikilvægt og það sem þeir kenna. Það að sniðganga ákveðna námsþætti eða námsgreinar er ekki hlutlaus aðgerð; það skiptir sköpum fyrir nemendur að hafa vitneskju um alla mögulega valkosti þegar þeir meta aðstæður sínar í margs konar samhengi“ (lausleg þýðing MÞ). Með hugtakinu núllnámskrá vísaði Eisner þannig til þess sem hann og fleiri teldu að skólar ættu að taka til umfjöllunar í námskrám sínum, en gerðu ekki. Dæmi um slíka „núllstillta“ námsþætti væri t.a.m. mannfræði. Strangt til tekið má fella það undir núllnámskrá þegar skóli býður ekki upp á kennslu í námsgrein, t.d. tónmennt, af því enginn kennari fæst til að sinna slíkri kennslu.