Day of the Tentacle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Day of the Tentacle er tölvuleikur og myndrænn þriðju persónu ævintýraleikur sem upphaflega var gefinn út árið 1993. Sögupersónur eru Bernard Bernoulli og vinir hans Hoagie og Laverne en þeir reyna að stöðva hinn illa fjólublár Tentacle en það illmenni stefnir að heimsyfirráðum. Spilari stýrir sögupersónum og leysir þrautir og notar tímaflakk til að fara til mismunandi tímabila sögunnar. Leikurinn var gefinn út í nýrri útgáfu árið 2016.

Leikurinn er framhald af öðrum leik Maniac Mansion og gerist fimm árum seinna. Brjálaður vísindamaður Dr. Fred Edison hefur skapað Tentacle og hefur hann til aðstoðar í tilraunastofu sinni. Tentacle drekkur eitraðan vökva úr ánni sem er fyrir aftan tilraunastofu Edison og við það vaxa á hann langir sveifluhandleggir og hann vex að viti og fær óstöðvandi löngun til heimsyfirráða. Dr. Fred vill drepa hinn fjólublá Tentacle og hinn góðgjarna bróðir hans græna Tentacle en græni Tentacle sendir hjálparbeiðni til gamals vinar síns, nördsins Bernard Bernoulli. Bernard ferðast á fjölskyldugistihús Edison fjölskyldunnar með tveimur hjálparhellum, annars vegar læknastúdentnum Laverne og hins vegar flakkaranum Hoagie og saman frelsa þeir Tentacle bræðurna. Fjólublái Tentacle leggur á flótta og heldur áfram uppteknum hætti að ná heimsyfirráðum.