Fara í innihald

Dagfinnur dýralæknir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Heimsmynd Dagfinns dýralæknis

Dagfinnur dýralæknir er aðalsögupersóna í barnasögum eftir Hugh Lofting en fyrsta bókin í þeirri ritröð kom út árið 1920. Dagfinnur dýralæknir er læknir sem þykir vænt um dýr og skilur og talar dýramál. Hann varð seinna náttúrusinni og notaði hæfileika sína til að tala við dýr og skilja betur náttúru og sögu jarðar.