Fara í innihald

Chimamanda Ngozi Adichie

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chimamanda Ngozi Adichie (2013)

Chimamanda Ngozi Adichie (fædd 15. september 1977) er nígerískur rithöfundur. Hún byrjaði snemma að lesa, um fjögurra ára, og var einungis 7 ára þegar hún byrjaði að skrifa sögur[1]. Chimamanda ólst upp í Nsukka í Nígeríu og er næst yngst af sex systkinum. Foreldrar hennar eru Grace Ifeoma og James Nwoye Adichie[2]. Á uppvaxtar árum Chimamanda störfuðu báðir foreldrar hennar við háskóla Nígeríu í Nsukka; faðir hennar sem kennari og móðir hennar sem ritari. Chimamanda byrjaði í læknis- og lyfjafræði við háskóla Nígeríu en hætti eftir eitt og hálft ár, þá 19 ára gömul, og fór til Bandaríkjanna. Þar fékk hún námsstyrk til háskólanáms í stjórnmálafræði og samskiptum við Eastern Connecticut ríkisháskólann. Þaðan útskrifaðist hún 2001 og tók síðan meistarnám í skapandi skrifum við Johns Hopkins háskólann í Baltimore. Árið 2008 lauk hún sinni annari meistaragráðu, þá í afrískum fræðum við Yale háskólann[2].

Adichie, 2014

Chimamanda hefur gefið út þrjár skáldsögur og eitt smásagnasafn en auk þeirra hefur hún skrifað greinar í tímarit, komið fram á ýmsum ráðstefnum og viðtölum. Sögur hennar hafa verið þýddar á 30 tungumál[3]

Purple Hibiscus

[breyta | breyta frumkóða]

Á lokaári sínu í Eastern Connecticut ríkisháskólanum byrjaði hún að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Bókin, sem kallaðist Purple Hibiscus, kom út í október 2003[2] og segir frá hversdagslífi Nígerískrar fjölskyldu á tímum mikilla samfélagsbreytinga í kjölfar valdaráns hersins[4].

Bókin hefur unnið til þriggja verðlauna:

  • Hurston/Wright Legacy verðlaunin 2004 fyrir bestu frumraun í flokki skáldverka.
  • Comonwealth Writer's verðlaunin 2005 fyrir bestu fyrstu bók í flokki Afríku.
  • Commonwealth Writer's verðlaunin 2005 fyrir bestu fyrstu bók í almennum flokki [5].

Half of a Yellow Sun

[breyta | breyta frumkóða]

Önnur skáldsaga Chimamanda, Half of a Yellow Sun, kom út árið 2006[2]. Sagan fylgir lífi vel stæðra tvíburasystra og lífi fátæks drengs og hvernig líf þeirra þriggja fléttast saman í Biafrastríðinu[6].

Half of a Yellow Sun hefur unnið til fjögurra verðlauna:

  • Anisfield-Wolf bókaverðlaunin 2007 í flokki skáldsagna.
  • Pen 'Beyond Margins' verðlaunin 2007.
  • Orange Broadband verðlaunin í flokki skáldsagna.
  • Baileys Women's Prize for Fiction, "Best of the Best"[7].
  • Besta bók ársins, valin af People and Black Issues Book Review[3].

The Thing around Your Neck

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 kom út smásagnasafnið The Thing around Your neck[2]. Sögur bókarinnar eru alls tólf og fjalla allar á einn eða annan hátt um árekstur ólíkra hópa og menningarheima. [8]

Í kjölfar rannsóknarstyrks sem Chimamanda fékk frá Harvard háskólanum gat hún lokið við þriðju skáldsögu sína, Americanah, sem kom út árið 2013[2]. Í Americanah er sögð saga nígerískrar stúlku sem flytur til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og saga vinar hennar sem varð eftir í Nígeríu[9].

Americanah hefur fengið eftirfarandi verðlaun og viðurkenningar:

  • Chicago Tribune Heartland verðlaunin 2013, í flokki skáldsagna.
  • National Book Critics Circle verðlaunin 2013 í flokki skáldsagna.
  • Komst á lista New York Times Book Review yfir tíu bestu bækur ársins 2013.
  • Komst á lista BBC yfir tíu bestu bækur ársins 2013[5].

Önnur verk

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1997 gaf Chimamanda út ljóðasafnið Decisions og ári síðar, 1998, var handrit hennar For Love of Biafra útgefið[10]

Chimamanda hefur komið fram á tveimur TedX ráðstefnum. Í október 2009 hélt hún ræðu sem hún kallar The Danger of a Single Story sem fjallaði um mikilvægi þess að fá að heyra raddir og sögur frá mörgum sjónarhornum[1]. Í apríl fjórum árum seinna, 2013, kom hún aftur fram og hélt ræðuna We Should All be Feminists þar sem hún ræðir um kvennréttindi[11].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]