Fara í innihald

Chewbacca-vörnin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Chewbacca vörnin)

Chewbacca-vörnin (enska: Chewbacca Defense) er hugtak ættað úr teiknimyndaseríunni South Park yfir þá lögfræðilegu tækni að kaffæra áheyrendur með rugli og fáránlegum rökum svo þeir missa tök á rökum andstæðingsins og afneiti þeim.

Útskýring

[breyta | breyta frumkóða]

Í South Park þættinum, kemur fram að Johnnie Cochran vinnur fjölda mála vegna þess að hann færir rök fyrir því að:

  1. Í Star Wars-myndunum býr Chewbacca á Endor sem sé algjör vitleysa.
  2. Chewbacca komi málinu ekkert við, sem sé algjör vitleysa.
  3. Allt þetta sé vitleysa og;
  4. Vegna þess að ekkert gangi upp þurfi kviðdómur að sýkna.

Hugtakið kemur fram í South Park-þættinum „Chef Aid“, sem var frumsýndur 7. október 1998. Þetta var fjórtándi þáttur annarrar seríu.

Í þættinum, ver Johnnie Cochran stórt útgáfufyrirtæki gegn Chef. Chef á að hafa samið lagið „Stinky Britches“ sem Alanis Morissette gaf út undir eigin nafni og það þykir nokkuð augljóst að útgáfufyrirtækið hafi brotið höfundarréttarlög. Sönnunargögnin sem Chef hefur fyrir rétti þykja nokkuð skotheld en þá beitir Cochran frægu Chewbacca-vörninni.

Ladies and gentlemen of the supposed jury, Chef's attorney would certainly want you to believe that his client wrote "Stinky Britches" ten years ago. And they make a good case. Hell, I almost felt pity myself!
But ladies and gentlemen of this supposed jury, I have one final thing I want you to consider: This [bendir á skýringarmynd af Chewbacca] is Chewbacca. Chewbacca is a Wookiee from the planet Kashyyyk, but Chewbacca lives on the planet Endor. Now, think about that. That does not make sense! Why would a Wookiee—an eight foot tall Wookiee—want to live on Endor with a bunch of two foot tall Ewoks? That does not make sense!
But more important, you have to ask yourself, what does this have to do with this case? Nothing. Ladies and gentlemen, it has nothing to do with this case! It does not make sense!
Look at me, I'm a lawyer defending a major record company, and I'm talkin' about Chewbacca. Does that make sense? Ladies and gentlemen, I am not making any sense. None of this makes sense!
And so you have to remember, when you're in that jury room deliberating and conjugating the Emancipation Proclamation... does it make sense? No! Ladies and gentlemen of this supposed jury, it does not make sense.
If Chewbacca lives on Endor, you must acquit! The defense rests.

Aðferðin heppnast og er Chef dæmdur sekur um að níðast á útgáfufyrirtækinu og dæmdur til að greiða 2 milljónir dollara til útgáfufyrirtækisins innan 24 klukkustunda ella þurfi hann að fara í fangelsi í 8 milljón ár.

Þá stofna aðalpersónurnar í South Park til tónleika, „Chef Aid“ til að safna peningum svo Chef geti ráðið Johnnie Cochran sér til varnar gegn útgáfurisanum. Á tónleikunum flytja gamlir kollegar tónlist Chef, þar á meðal Elton John og Ozzy Osbourne. Á tónleikunum nagar samviskan Johnnie Cochran og hann ákveður að flytja mál Chef fyrir rétti, og tekst það með því að nota Chewbacca-vörnina;

Ladies and gentlemen of this supposed jury, you must now decide whether to reverse the decision for my client Chef. I know he seems guilty, but ladies and gentlemen... [dregur niður skýringarmynd af Chewbacca] This is Chewbacca. Now think about that for one moment—that does not make sense. Why am I talking about Chewbacca when a man's life is on the line? Why? I'll tell you why: I don't know.
It does not make sense. If Chewbacca does not make sense, you must acquit!
[dregur apa upp úr vasanum] Here, look at the monkey. Look at the silly monkey! [höfuð eins kviðdómanda springur]

Hugtakið Chewbacca Defense er notað á mörgum bloggum og Internet-umræðuhópum, sérstaklega á þeim sem innihalda lögfræðileg málefni. Slashdot er gott dæmi, þar sem Chewbacca-vörnin er notuð á stöku stað varðandi rök annarra sem eru algjört rugl. Þetta kemur oft fram í málefnum tengdum Microsoft, SCO, og RIAA á Slashdot. (sjá [1], [2], [3], [4], [5]).