Brynjar Snær Grétarsson
Brynjar Snær Grétarsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Brynjar Snær Grétarsson | |
Fæðingardagur | 12. apríl 1997 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 1,85m | |
Þyngd | 90 kg | |
Leikstaða | Skotbakvörður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Valur | |
Númer | 12 | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2014–2022 2022-– |
Höttur Valur | |
1 Meistaraflokksferill |
Brynjar Snær Grétarsson (fæddur 12. apríl 1997) er íslenskur körfuknattleiksmaður sem spilar fyrir Val. Hann spilar sem skotbakvörður.[1]
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Brynjar byrjaði að æfa íþróttir þegar hann var einungis 5 ára. Hann hefur spreytt sig á mörgum íþróttum, t.d. fótbolta, körfubolta og handbolta svo eitthvað sé nefnt. Körfuboltaferill hans byrjaði þegar hann var 13 ára, hann hætti í fótbolta 15 ára og einbeitti sér að körfubolta. Hann lék fyrst með meistaraflokki Hattar tímabilið 2014–2015 í 1. deild karla.[2]
Tölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Tölfræði | |||||||||||
Tímabil | Lið | MIN | FGM-FGA | FG% | 3PM-3PA | 3P% | FTM-FTA | FT% | REB | AST | PTS |
2014-15 | Höttur | 8:21 | 0.0-0.2 | 0 | 0.0-0.0 | 0 | 0.0-0.0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
2015-16* | Höttur | 0:13 | 0.0-0.0 | 0 | 0.1-0.1 | 100 | 0.0-0.0 | 0 | 0 | 0.1 | 0.2 |
2016-17 | Höttur | 7:56 | 0.0-0.3 | 0 | 0.8-2.5 | 33.3 | 0.3-0.4 | 83.3 | 0.9 | 0.6 | 2.8 |
2017-18* | Höttur | 11:50 | 0.1-0.5 | 30 | 1.0-2.5 | 40.7 | 0.4-0.7 | 60 | 1.5 | 0.9 | 3.7 |
2018-19 | Höttur | 17:43 | 0.2-0.5 | 37.5 | 1.9-5.0 | 37.3 | 0.2-0.3 | 60 | 1.3 | 0.7 | 6.2 |
2019-20 | Höttur | 18:03 | 0.0-0.2 | 0 | 1.9-4.4 | 43.2 | 0-0 | 0 | 1.8 | 1.2 | 5.6 |
*Merkir tímabil í Úrvalsdeild karla[3]
Meistaraflokks ferill
[breyta | breyta frumkóða]Brynjar hafði stundað körfubolta af krafti í yngri flokkum Hattar en þegar hann var Sautján ára byrjaði hann að æfa með meistaraflokki Hattar sem spilaði í 1. deild karla.
Höttur
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta tímabilið (2014-2015)
[breyta | breyta frumkóða]Á fyrsta tímabili sínu með í meistaraflokki var Brynjar að skila fáum stigum en var með 8 mínútur að meðaltali í leik á tímabilinu. Brynjar bætti þó við reynslu í bankinn og vann titil með liðinu í 1. deild karla og komst því uppí Dominos deildina.
Fyrsta Dominos tímabilið (2015-2016)
[breyta | breyta frumkóða]Brynjar átti erfitt tímabil þegar lið hans komst uppí deild þeirra bestu. Brynjar var með 13 sekúndur að meðaltali í leik. Höttur féll aftur í 1. deild eftir að hafa aðeins unnið 1 leik gegn 19 í Dominos deildinni.
Fall í 1. deild (2016-2017)
[breyta | breyta frumkóða]Brynjar fékk mínútur að ný þegar Höttur féll í 1. deild karla og var með rúmar 8 mínútur og 3 stig að meðaltali í leik ásamt því að hafa 33% þriggja stiga skotnýtingu. Höttur sigraði 1. Deildina og fóru uppí Dominos. Þetta var annar titill Brynjars í 1. deildinni.
Annað Dominos tímabilið (2017-2018)
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að sanna sig aftur komst Höttur uppí Dominos og fékk Brynjar að spila mun meira í þetta skiptið. Brynjar spilaði rúmar 12 mínútur og skilaði 4 stigum að meðaltali í leik ásamt því að hækka þriggja stiga skotnýtinguna sína í 40%. Brynjar var orðinn mikilvægur partur of liðinu og átti nokkra stórleiki. Í 16 stiga tapi gegn KR spilaði Brynjar 28 mínútur og skilaði 15 stigum á 50% þriggja stiga skotnýtingu. Brynjar skilaði 12 stigum á 17 mínútum í leik Hattar gegn Keflavíkur sem var einn af tveimur sigrum liðsins á tímabilinu. Brynjar átti einnig 12 stiga leik gegn Val þar sem hann fékk góða umfjöllun í Dominos körfuboltakvöldi. Höttur féll aftur í 1. Deild eftir að vinna 2 leiki gegn 20.
Þriðja 1. Deildar tímabilið (2018-2019)
[breyta | breyta frumkóða]Höttur féll í annað skipti á aðeins fáeinum árum. Liðið fór í gegnum erfiða tíma rétt fyrir jól en styrkti hópinn eftir jól og bætti við einum uppöldum Hattar manni og ferskum útlending. Brynjar hélt alltaf sínu og var byrjaður að sanna sig sem mikilvægur partur af liðinni og skoraði að meðaltali 6 stig í leik á 17 mínútum. Brynjar átti góðan leik gegn Sindra 3. des 2018. Brynjar var með 23 stig, 7 af 10 í þriggjastiga og 1 af 1 í tveggja stiga. Höttur tapaði á móti Hamar í undan úrslitum og fór ekki upp um deild.
Fjórða 1. deildar tímabilið (2019-2020)
[breyta | breyta frumkóða]Eftir erfitt tap í undan úrslitum á fyrri tímabili vildi Höttur sanna sig og komast aftur uppí Dominos deild og halda sér þar. Höttur bætti við betri útlendingum og færði Brynjar yfir í byrjunarliðið. Brynjar gekk í gegnum meiðsli á tímabilinu og missti af seinustu 5 leikjum tímabilsins. Í seinasta leik Brynjars skoraði hann 24 stig í 8 af 9 þriggja stiga skotum. Höttur endaði á toppi 1. deildar þegar deildinni var slúttað snemma útaf útbreiðslu Covid-19 veirunnar. KKÍ gaf út tilkynningu þar sem Höttur væri aðeins eina liðið til að fara upp í Dominos deild á næsta tímabili.[4]
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. deild karla í körfuknattleik (2): 2015, 2017