Bruninn í Skildi
Útlit
Bruninn í Skildi er bruni sem varð á jólatrésskemmtun fyrir börn í félagsheimilinu Skildi í Keflavík þann 30. desember 1935. Það voru 180 börn og 20 fullorðnir í húsinu og voru börn að ganga kringum jólatré þegar kviknaði í silkipappír sem vafið hafði verið utan um jólatrésfótinn og varð strax mikið eldhaf. Tvennar dyr voru á salnum en þær lágu inn í önnur herbergi og út úr þeim var hægt að ganga í aðaldyragang hússins. Dyrnar opnuðust báðar inn í salinn.
Tíu manns létust í brunanum eða af völdum hans, þar af sjö börn. Þau sem létust voru:
- Kristín S. Halldórsdóttir 76 ára f. 4. september 1859
- Guðrún Eiríksdóttir, 61 ára f. 22. júní 1874 í Akurhúsum, Garði
- Loftur Hlöðver Kristinsson 10 ára f. 8. janúar 1925
- Borgar Breiðfjörð Björnsson 6 ára f. 20. júlí.1929
- Guðbjörg Sigurgísladóttir 7 ára f. 4. október 1928
- Sólveig Helga Guðmundsdóttir 7 ára f. 21. maí 1928
- Anna Guðmundsdóttir 10 ára f. 28. júní 1925
- Árni Jóhann Júlíusson 8 ára f. 24. nóvember 1927
- Þóra Eyjólfsdóttir 71 árs f. 11. febrúar 1865
- Alma Sveinbjörg Þórðardóttir 10 ára f. 22.12. 1925. Alma lést 28. mars 1936.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hryllilegur stórbruni í Keflavík, Morgunblaðið, 304. tölublað (31.12.1935), Blaðsíða 1
- Bruninn í Keflavík, Morgunblaðið, 1. tölublað (03.01.1936), Blaðsíða 2
- Fréttablaðið, 284. tölublað (03.12.2010), Blaðsíða 76
- Víkurfréttir 10. desember 2010
- Pressan, 5. tölublað (02.02.1989), Blaðsíða 5
- Bruninn í Skildi 2010. Útg. Dagný Gísladóttir[1]
- ↑ Dagný Gísladóttir (2010). Bruninn í Skildi.