Fara í innihald

Brautarhóll í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brautarhóll í Svarfaðardal
LandÍsland
SveitarfélagDalvíkurbyggð
breyta upplýsingum

Brautarhóll er bær í Svarfaðardal austan Svarfaðardalsár um 6 km frá Dalvík og skammt sunnan við kirkjustaðinn á Völlum. Jörðin var í fyrstu hjáleiga sem byggð var úr heimalandi Valla. Árið 1525 var hún orðin lögbýli og nefndist þá Brautarholt og var ein af Vallajörðum allt fram á 20. öld.[1] Sigurður Kristjánsson skólastjóri á Laugum eignaðist jörðina á síðari hluta 20. aldar og stundaði þar búskap samhliða kennslustörfunum. Síðan bjó hann þar öll sín efri ár ásamt konu sinni Stefaníu Jónasdóttur. Núverandi bóndi á Brautarhóli er sonur þeirra hjóna, Sigurður Bjarni.

Hugrún skáldkona (Filippía Kristjánsdóttir) er uppalin á Brautarhóli. Hún orti meðal annars kvæðið Svarfaðardalur sem er héraðssöngur Svarfdælinga.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.