Fara í innihald

Blóðsýking

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Blóðeitrun)

Blóðsýking er sýking í blóði af völdum bakteríu, veiru, svepps, eða sníkjudýrs.[1] Ef sýkingin dreifist út um líkamann getur bólgusvar líkamans farið úr böndum og lífshættulegt ástand skapast sem nefnist sýklasótt.[a] Afleiðingin er lækkun blóðþrýstings og líffærabilun.[1] Mjög alvarlegar sýkingar valda sýklasóttarlosti.[1]

Einkenni sýklasóttar eru mismunandi eftir uppruna en lýsa sér í óeðlilegum líkamshita, útbrotum, slappleika, hraðri öndun og hjartslætti, skerti meðvitund og ruglástandi.[2]

Dánartíðni sýklasóttar er á milli 30 og 50% en skjót meðferð er mikilvæg. Hún er flókin og getur falið í sér m.a. vökvameðferð, sýklalyf, stera, æðaherpandi lyf og blóðgjöf.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Stundum nefnt blóðeitrun, á erlendum málum sepsis
  • Gísli H. Sigurðsson, Alma D. Möller. „Sigrumst á sýklasótt“. Læknablaðið. 90 (12) (2004): .

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 Hulda Þorsteinsdóttir (2016). „Blóðsýkingar á Íslandi“ (PDF).
  2. Sýklasótt-blóðeitrun Geymt 13 ágúst 2019 í Wayback Machine Doktor.is, skoðað 13 ágúst, 2019